7.3.2008 | 18:51
Fjölbýli
hundrað fertugasta og fimmta hæðin
laðar að sér margan manninn
Fuglarnir fljúga ekki svona hátt
nenna því ekki.
Gamall og þreyttur húsvörður
kjagar upp stigana
lafmóður og bugaður
nennir því ekki.
íbúarnir skeyta ekki um ganginn
fullur af skít, ekkert þrifið
enginn nennir að þrífa.
Hreysiköttur hvæsir á pottablómið
á 1.hæð, blóminu er sama
kötturinn pirraður
nennir þessi ekki lengur
geft upp og fer.
Athugasemdir
ég er líka með svipaða nennu í líkamanum og er í þessari fjölbýlisfrásögn hjá þér
Guðríður Pétursdóttir, 7.3.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.