Darraðardans í þvottastöð!

Í gær…klukkan 21:15 þegar égvar búinn í vinnunni ákvað ég að drífa mig loksins með bílinn á þvottastöð.Fyrir valinu var sjálfvirka þvottastöðin rétt hjá B&l. Hef farið margoftþangað með síðasta bílinn minn. Ég komst strax að með bílinn. Mjög sjaldgæft aðþað gerist.

Ég keyrði að innganginum oghurðin opnaðist. Löturhægt. Inn fór bíllinn og ég tók niður loftnetið og lagðispeglana upp að bílnum. Fór svo í þar til gerða biðstofu þar sem ég vippaði uppkortinu og startaði tækinu sem þrífur bílinn.

Allt gekk eins og í sögu,fyrir utan að ég þurfti að ýta á græna takkann til að hún færi aftur af staðþví hún stoppaði fljótlega. Vélin fór af stað og byrjaði á að frussa sápu ofl ábílinn. Svo kom háþrýstiþvotturinn. Svo byrjaði gamanið þegar þessir volduguburstar fór dansandi af stað. Þeir skottuðust í kringum bílinn og kappkostuðuvið að þrífa hann sem best.

Burstinn sem þrífur skottið,þakið og húddið var eitthvað klikkaður því hann nálgast bílinn, varlega ogbyrjar að bursta skottið og færir sig svo upp. En viti menn! Hann stoppar svoundir spoilernum á bílnum og festist þar! Bíllinn lyftist aðeins upp, þó ekkiþað hátt að dekki færu á loft. Hann hristist allur til og ég í panikki þrýsti áneyðarstoppið! Bílinn staðnæmdist og vélin líka. Burstinn var enn undirspoilernum og sat þar fastur.

Ég leit í kringum mig og sánúmer sem ég gat hringt í. Sem ég og gerði. Í síman svarði ungur maður og égsagði honum raunasöguna mína. Maðurinn sagðist ætla að senda einhvern til mín.Ég þakkaði fyrir og skellti á. Í góðar 15 mín stóð ég í biðstofunni, meðloftnetið í hendinni , eins og fáviti! eftir því að einhver kæmi.

Á endanum kom eldri maður.Það fyrsta sem hann sagði þegar hann opnaði hurðina var ,,Hvað ertu búinn aðgera!,, það var eins og hann væri eitthvað pirraður og ætlaði að fara að kennamér um  allt þetta vesen. Sá gamlivirti fyrir sér aðstæður. Gramsaði eitthvað inn á gallann sinn og tók fram kort.Hann startaði vélinni aftur og hún lyftist frá bílnum í upphafsstöðu.

Sá gamli sagði ,,hún las bílinnörugglega ekki rétt, prufum aftur,, - and we did……og það sama kom fyrir aftur! Áþessum tíma var ég orðinn frekar pirraður og vildi bara forða bílnum út sem fyrst.Sá gamli bablaði eitthvað í talstöð sem hann var með og mér skildist á þeimgamla að ég ætti að fara að tala við ,,þau,,. Ég eins og hálfviti spurði…hvereru þau? Hann leit á mig (örugglega hugsandi hversu fattlaus ég væri) en sagðiekki neitt!

Ég keyrði bílinn út úrstöðinni, hann var enn blautur…og fór rakleiðis að afgreiðslunni. Þar tók á mótimér starfsmaður með betri viðmóti og ég fékk þvottinn endurgreiddan, ekkert mál.

 

Ég hugsa að ég velji mér aðraþvottastöð næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..ég held að þú þrufir bara að kaupa þér nýjan bíl! ..greinilega ekki nógu góður!!! en bílaþvottastöðvar.. hversu latur ertu ;)

Ösp (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það hefur verið fúlt að standa í þessu

Rúna Guðfinnsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Vignir

Ösp - ég er búinn að kaupa mér nýjan bíl  En hann er örugglega jafn læs fyrir vélina eins og á kínversku! Bílaþvottastöðvar eru frábærar, þegar þær virka, þetta er tímasparnaður fyrir litlar 1500 kr.

Rúna - þetta var ekkert skemmtilegt, en sem betur fer er bíllinn heill og allt í góðu

Vignir, 3.3.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þessi þvottastöð er skelfileg. Það kom gaur þarna til að stjórna vélinni af því að loftnetið náðist ekki af vinnubílnum og hann var svo klár að hann braut loftnetið af með það sama. Og yppti bara öxlum og labbaði burtu. Helvítið. Á sömu aulabensínstöðinni brutu þeir framrúðuna þegar átti að skipta um þurrkublöð. Ég meina..hvað fleira ætli þeir geti brotið í bílnum og komist upp með það?

Brynja Hjaltadóttir, 3.3.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hey hey...skiptið um þvottastöð..strax í gær..ekki deginum seinna!

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.3.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Óþolandi svona skarfar sem allt þykjast vita og upphefja sig yfir allt og alla! Ómennsk öfgaleiðinleg bitur gamalmenni sem ég myndi glaður vilja losna við úr þessu nútíma samfélagi!

Guðfinnur Þorvaldsson, 5.3.2008 kl. 13:39

7 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Vil bara bæta við að ég skil þig vel að vilja nota þvottastöðvar, ég HATA bílaþvott, með því leiðinlegra sem ég geri!

Guðfinnur Þorvaldsson, 5.3.2008 kl. 13:39

8 identicon

vignir ekki kústa bílinn þinn! ef að þú ferð í sonna þvottastöð með sonna kústum geturu alveg eins tekið skúfjárn og skrifað utaná bílinn þinn að þú hatir hann og sért alveg sama af því að hann er hvorteðer ljótur! ef þú nennir ekki að þrífa geturu tekið smá aukahring á leiðinni heim úr vinnunni og farið á leiserstöðina fyrir ofan smáralind, engir kústar, bara bón, sápa, tjöruhreinsir og háþrýstiþvottur og fer miklu betur með bílinn.

hún heitir löður og er hjá kenny og ob sem er hinumegin við götuna hjá smáralind  :D 

hugrún (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:42

9 Smámynd: Vignir

ég ætla einmitt að fara í þá stöð næst ;o) en það er var bara svo þægilegt að renna við í þessari stöð, enginn krókur. En ég legg þennan auka krók á mig næst, og þar næst.....og næst eftir það.....

Vignir, 13.3.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband