Af matarvenjum

Eftir að ég fluttist aftur í átthagana hef ég farið að borða mun hollara, t.d þegar ég átti heima hjá mömmu var ég ekki mikið að gúffa í mig ávöxtum því mig bara langaði ekki í þó að mamma hafði girnileg epli á eldhúsborðinu freistaði það mín ekki. Það kom reyndar eitt tímabil þar sem ég borðaði mikið af ferskum ananas og perum.Smile

En nú þegar ég er fluttur að heiman, og versla sjálfur í ísskápinn minn borða ég miklu meira af grænmeti og ávöxtum, er meira að segja byrjaður að taka heilsutvennu, eitthvað sem ég gerði ekki heima á Selfossi. Harðfiskur og Baby gulrætur er vinsælt snakk hjá mér þessa dagana þó svo að ég laumist inn á milli í ,,alvöru,, snakk frá Þykkvabæ…Tounge

Eftir að ég fékk blandara í jólagjöf frá Birnu er ég byrjaður á að blanda mér skyrdrykki sem eru bara góðir! Reyndar er hundleiðinlegt að ganga frá eftir sig þegar maður hefur lokið við að blanda einn drykk...en það er bara eitthvað sem maður verður að láta sig hafaPinch

Mér líður vel í litla kotinu mínu ;o)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það er nú gott að heyra að þú ert ánægður, og ég skil þig með þennan eins drykk og sullið eftir hann, huuuuundleiðinlegt.. ætti að vera self-cleaning

by the way þú mátt ekki nota skyr.is  í drykkina, það er þetta aspartam efni í allavega 3 tegundum.. kíkja á label-ið

en hey með föstudagskveldið þá var ég búin að steingleyma að Hörður er á karateæfingum á laugadagsmorgnum og hann hefði aldrei fyrirgefið mér það ef ég hefði látið hann sleppa henni

sorry að ég lét ekki vita

Guðríður Pétursdóttir, 2.2.2008 kl. 14:32

2 Smámynd: Vignir

minnsta málið...það kemur annar dagur  En ég nota að vísu skyr.is skyrið...

Vignir, 2.2.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband