Sérvitringurinn

Það var sunnudagskvöld og Brjánn var í önnum að undirbúa háttatímann. Það fyrsta sem hann gerði var að fara úr sokkunum einni klukkustund áður, skildi á alltaf eftir við sófann í stofunni. Nákvæmlega korter í háttatíma setti hann mjólk hann í pott og flóaði – án mjólkur gat ekki sofnað. Tannburstinn var brúkaður með einni mjórri tannkremsrönd og burstaði hann 20 sinnum, 10 sinnum n upp og niður og 10 fram og til baka. Á meðan þessu stóð hlustaði hann alltaf á sama lagði, Lady shave með Gus Gus – það hafði róandi áhrif á hann. Mig minnir að sönkona sé fænka hans.

Ókvæntur og barnlaus fór hann alltaf í háttinn á slaginu 12 á miðnætti. Stillti klukkuna alltaf á sama tíma, jafnvel þó það væri frídagur daginn eftir – klukkan 06:00. Brjánn bjó einn í stærðarinnar einbýlishúsi í Kópavogi. Hann átti engin gæludýr en hafði samt sem áður gaman af hundum. Var gjarn á að auglýsa í blöðunum að hann væri til í viðra hunda fyrir lata hundaeigendur. Fékk ekki mörg verkefni. Fólki þótt það víst skuggalegt að maður á fertugsaldri væri að bjóðast til að fara með hundinn í göngutúr.

Úlfhildur Tröste var mikill vinur Brjáns. Saman eyddu þau löngum tímum í kotru. Úlfhildur vann yfirleitt en leyfði Brjáni að vinna við og við, svona til að halda friðinn. Brjánn var gjarn á það að rífast út af minnsta tilefni og tapsár var hann mjög.

Bílpróf hafði hann ekki – ekki mikið fyrir bíla, sagði að maðurinn væri ekki skapaður til að hafa hemil á slíku hraða, Brjánn kaus að ferðast á reiðhjóli þó svo honum þætti stundum hraðinn verða ansi mikill.

Jesú var honum ofarlega í huga og sótti hann kirkju á hverjum Sunnudegi. Einstaka sinnum kom það fyrir að hann var einn með prestinum í kirkjunni. Þegar það kom upp endaði messan iðulega í rommý, uppáhalds spili prestsins séra Engilbert. Þegar mikið lá við var Brjánn fenginn sem meðhjálpari, hann sá einnig um að hringja bjöllunum, og gerði það að sögn safnaðarins lista vel.

Tónlistin var honum í blóð borin og sat hann oft við gamla píanóið sem hann erfði eftir karl föður sinn. Hann samdi mikið og voru verk hans spiluð víða um landið. Einu sinni spilaði hann undir fyrir tenórana þrjá, fyrir það komst hann í pressuna erlendis. Hann fékk mörg boð um að koma til Bandaríkjanna en þáði ekki eitt boð, sagðist ekki elta duttlunga sína, honum nægði að spila heima hjá sér fyrir vini og vandamenn.

Myndlistin blundaði í honum þó svo hann stundaði hana ekki af kappa, sletti einstaka sinnum málningu á striga en var sjaldnast ánægður með útkomuna þó svo honum væri hrósaði í hástert. Forsetinn vildi ólmur kaupa eitt af verkum hans en Brjánn vildi ekki selja neitt, fannst list sín ekki nokkrum veggi sæma, hvað þá heima hjá forseta vorar þjóðar!

Bæjarbúum þótti hann alltaf sérstakur og forðaðist að horfa mikið í augu hans. Hann var þó vel liðinn og eyddi síðustu stundum lífsins inni á dvalarheimili, þar sem hann dó sáttur maður. Eftir andlát hans var öllu verkum hans eitt, að hans ósk – með mikilli eftirsjá þó. Hvílir hann nú í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband