Morgundagurinn


Á morgun þarf ég að gera ansi margt.

Nú, first ber að nefna að ég þarf að pakka niður í kvöld einhverjum görmum. Fékk meil frá Hvíta húsinu, er víst boðinn í hátíðarkvöldverð. Á gestalistanum er ekki ómerkar fólk en Bob Dylan, Amy Weinhouse (ef hún kemst sökum vímu) Elton John, mín fyrverandi Lindsey Lohan (einnig ef hún kemst) Oprah Winfrey og loks Nicole Kidman og einhver fýr með henni sem ég þekki ekki neitt og finnst ekki vert að nafngreina að svo stöddu. Ég veit ekki alveg hvað Bush er að hugsa en það kemur allt í ljós á morgun.

Ég mun fljúga með Airforce 1, flugvél forsetans. Um borð bíður mín asíkur jógagúru, Gordon Ramsey kokkur mun elda fyrir mig og svo mun Police sjá um að spila tónlistina. Heyrði aðeins í Sting í morgunn og hann var ekki viss hvort þeir gætu mætt….sjáum hvað setur.

Þegar ég lendi í Washington mun Ferrari bifreið bíða eftir mér með einkabílstjóra, á örugglega eftir að skipa honum í farþegasætið, ég auðvita rata um alla borgina.

Forsteinn bauð mér að gista í einni af svítunum í Hvíta húsinu en ég afþakkaði það þar sem ég á nú þakíbúð á 5th avenue. Er samt ekki viss hvort ég hafi rekið háskípið, kemst að því þegar ég kem heim. Hef ekki gert það upp við mig hvort ég verði í tvær eða þrjár nætur…

Naomi hringdi einnig í mig í dag og spurði hvort ég gæti hitt sig, veit ekki hvernig hún frétti af þessu. Laug að henni að ég hefði ekki tíma til að stoppa í borginni – hún var svo leiðinleg síðast þegar ég hitti hana, þurfti að láta sauma tvö spor í kinnina því hún lamdi mig með háhælaðu skónum sínum þegar ég sagðist ekki vita hvað klukkan væri. Hef ekki tíma fyrir svona frekjudollur. Hinsvegar ætla ég að hitta Cameron Diaz, hún kemur mér alltaf til að hlæja, við erum búin að vera í sambandi síðan í September, leynilegu ástarsambandi. Finnst það ótrúlegt að papparassarnir hafi ekki komist að þessu!

Ég reikna með að vera kominn aftur á klakann ekki seinna en 14. Janúar. Mun eflaust blogga eitthvað frá útlandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég sé að það er óþarfi að óska þér góðrar skemmtunar.. hún er bara þarna svart á hvítu í prógramminu

ef þú sérð Christian Bale segðu takk fyrir síðast frá mér, batman búningurinn er enn flottari á honum í eigin persónu

Guðríður Pétursdóttir, 8.1.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Vignir

Skrifa þetta kommen úr þotu forsetans. Hér er fullt af lífi, var að koma úr jógatíma, djöfull er maður styrður annars! Police er að hita upp og Godron var rétt í þessu að koma með prótínsjeik.

kommenta aftur þegar ég er kominn upp í íbúð.

Vignir, 8.1.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 Æi ég sé að ég er að missa af einhverju að fylgjast ekki nógu vel með blogginu þínu. Skellti upp úr yfir Naomi.

Góða skemmtun.

Jóna Á. Gísladóttir, 8.1.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Vignir...Linsey Lohan???? Ertu í bömmer yfir einhverju? Af öllum konum í veröldinni finndist mér Lindsey ekki fyrir þig á nokkurn hátt!!! (og hana nú) Cameron Diaz er eitthvað annað væni minn. Ekki ana út í eitthvað á þess að spyrja lífsreyndar manneskjur!  Ef ég ætti að velja fyrir þig þá væri það.........eftir langa umhugsun.....Catarina Zeta Jones 10 árum yngri en hún er í dag! Bara fyrsti klassi Vignir..ekkert annað!

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.1.2008 kl. 17:11

5 identicon

jáá fínt!!! já sællll!! Bið að heilsa hinni himinháu Kidman.

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Vignir

Rúna - Við Z (eins og ég kalla hana) fórum á nokkur stefnumót, hún er svo frek þessi kona + svo er hún andfúlari en hundur!

Reynir - Grýti í hana kveðju þegar ég set aftur við borðið, skrapp frá til að kíkja á síðuna mína, einnig fór kjúklingurinn eitthvað illa í magann.

Sem betur fer er bara eftirrétturinn og nokkur smaltalk eftir og þá er ég sloppinn heim. Frétti reyndar frá vini mínum að Naomi býður fyrir utan húsið mitt í Bentley bifreið sinni. Býst sennilega við að ég muni senda dráttarbíl til að fjarlægja hana

Vignir, 8.1.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Þetta er nú meira áreitið af hálfu Namoi! Spurning um að krefjast nálgunarbanns á hana?

Þetta er nú meiri svaðilförin verð ég að segja! 

Guðfinnur Þorvaldsson, 9.1.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband