,,Ekkert brauð með osti?!?,,

Gleðilegt nýtt ár allir saman!

Fyrsta færslan á árinu. Gaman af því. Þegar ég var yngri man ég að alltaf á nýju ári var maður endalaust að segja , hey. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri þetta á þessu ári….eða….það er bara ár síðan ég gerði þetta síðast…….
Ég hafði það mjög gott yfir jólin og áramótin. Var með smá party á áramótunum. Svaka stuð.

Nú þegar sófinn er kominn inn í stofu finnst mér ég loksins vera búinn að koma mér fyrir í litlu íbúðinni minni. Bölvað jólatréið er í horninu og ég hlakka til að koma því í kvíld fyrir næstu jól – verð nú reyndar að viðurkenna að það er þægileg birtan sem kemur af því á kvöldin. Jájá. En hvernig værir að fá eins og eina lögregludagbók á nýja árinu? Sú fyrsta á þessu ári :o) – já….ég á erfitt með að hætta með þetta!

Lögregludagbók
02.01.08

Lögreglan í Kópavogi

Fyrsti dagur ársinns fór vel fram. Fólk almennt undir fiðri þann dag og ekki tilbúið til að hafa lífskapphlaupið alveg stax. Vísareikningurinn er væntanlega ofarlega í huganum. Klukkan átta um morguninn barst lögreglu símtal frá eldriborgara sem bjó í Keldulandinu. Villiköttur hafði komið sér vel fyrir í uppáhalds stól húsbóndans og sat þar og hvæsti þegar reynt var að nálgast hann. Bíll númer 4 var sendur á staðinn.
Aðkoman var ljót. Sá gamli þoldi ekki lengur við og var búinn að henda sér á köttinn og sat á honum. Aðeins höfuð og hægri framfótur stóðu undan botni gamla mannsinns.
Lögreglumenn tóku upp gamla manninn og fjarlægðu vankaða köttinn sem þeir fóru með til dýralæknis. Sá gamli fékk tiltal um illa meðferð á dýrum en slapp með skrekkinn í þetta skiptið.

Um tólf sendi bíll 3 frá sér tilkynningu um að nokkur ungmenni væru að gera sér það að leik að kasta snjóboltum í gangandi vegfarendur – ekki við mikinn fögnuð þeirra. Lögreglumaður númer 364 (Snjólfur Júlíus) steig út úr bílnum og gekk í átt að hópnum. Einn úr hópnum lét alla hina vita í hvað stefndi og tvístraðist hópurinn. Ógerlegt var fyrir lögregluna að ná nokkrum og fór Snjólfur með skottið á milli lappana aftur inn í bíl. 5 mín. Síðar kom einn snjóbolti á urrandi siglingu og small í framrúðunni. Miði hafði verið vafinn inn í boltan og á honum stóð : ,,farið heim til ykkar kleinuhringjaæturnar ykkar!,,

Tíðindalaust var til klukkan sex, eða þangað til að óreglumaður staulaðist inn á stöðina og sagðist vera að leyta að Hitler og Kristjáni Ólafssyni. Sá sem stóð vaktina á stöðinni ákvað að spila aðeins með þann fulla og bað hann um fylgja sér smá spöl, sagði að þeir væri að spjalla niðri í kjallara. Róninn fylgdi – spenntur. Gleðin varði ekki lengi og hvarf alveg þegar hann áttaði sig á því að hann var læstur inni í fangaklefa.

Klukkan átta um kvöldð var komið að hinu árlega lögreglubingói. Var það að þessu sinni haldið í Salnum. Að vanda voru vinnar ekki af verri endanum og aðal vinningurinn var ferð fyrir 4 til Kúbu með uppihaldi. Bolli Klængs vann stóra vinningin að þessu sinni. Eina konan í lögreglunni ( Ingveldur) vann árs byrgðir af Stjörnusnakki.
Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha aumingja kötturinn

Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

BTW Gleðilegt ár Vignir

Jóna Á. Gísladóttir, 2.1.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Vignir

já, það fór ekki vel fyrir kettinum! ;o)

Vignir, 2.1.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

fjör bara hjá löggumönnunum.. heppin hún að vinna snakkið

Guðríður Pétursdóttir, 2.1.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gleðilegt ár Vignir minn, er farin að sakna þess að fá þig ekki í heimsókn. Til hamingju með nýju íbúðina þína.

Veistu..ég var að taka niður jólatréð áðan, Gabríelle var svoooo ósátt við tréð af því standurinn þurfti að víkja og frelsi hennar skertist til muna, hún var meira að segja farin að reita sig, annar fótleggurinn ber og smágat á bringunni

Hafðu það gott heillin!

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.1.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband