Lögregludagbók

Lögreglan á Dalatanga

Föstudagurinn 24.12.2007

Lögreglustöðin ilmar af negul og mandarínu. Vakthafandi lögreglumenn Vaskur og Mjöll Sif nutu ilmandi kaffibolla yfir  léttu spjalli. Tíðindalaust var til klukkan 12:00 en þá hringdi inn Björn bóndi af Hryssingsstað, átti hann í stökustu vandræðum með stóð sitt og bað um aðstoð. Tiltækt lögreglulið var sent út, kalla þurfti á Hörð sem fljótur var á staðinn. Smölun gekk vel og heilsast hrossum vel.

Klukkan 18:00 var hringt inn á stöð, reyndist það vera maður sem hringdi í skakkt númer.

Það sem eftir lifði dags var rólegt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gargand snild

Ingó (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Vignir

Takkfyrir takkfyrir

Vignir, 22.10.2007 kl. 11:42

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Komdu næst með svona "fargo-kennda" lögreglu dagbók

Guðríður Pétursdóttir, 22.10.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Vignir

........ég verð að játa eitt.......ég hef enn ekki séð þá mynd....ehm.......hóst...

Vignir, 22.10.2007 kl. 22:16

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Guðríður Pétursdóttir, 23.10.2007 kl. 01:44

6 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Sei sei, Fargo er eðall!

Skemmtileg örsaga samt!

Guðfinnur Þorvaldsson, 23.10.2007 kl. 10:25

7 Smámynd: Vignir

Ætla að kíkja á IMDB og afla mér uppls. það hljóta líka að vera brot úr myndinni á youtube...

Vignir, 23.10.2007 kl. 11:46

8 identicon

Snilldar dagbækur, hvað ætli lögreglan í thorshavn sé að dunda núna?

Góðar kveðjur Reynir 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 09:32

9 Smámynd: Vignir

Takk fyrir það Reynir, hver veit nema að næsta dagbók verði frá lögreglunni í Þórshöfn?

Vignir, 24.10.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband