12.10.2007 | 10:44
,,Ef ég verð enn á lífi,,
Mannskepnan fæðist og deyr. Það vitum við öll. Það sem við vitum hins vegar ekki er það hvenær við deyjum og hvernig. Flest okkar náum að lifa vel og lengi góðu lífi. Þegar ellin bankar á dyrnar finnst mér fólk oft missa viljann til að lifa, alla vega fer að segja ,,jah, ef ég verð ekki dauð/dauður þá,,
Margt gamalt fólk er með svokallað frelsi, númer þar sem notkunin er greidd fyrirfram. Það þarf að fylla að minnsta kosti á 6 mánaða fresti til að númerið haldist virkt. Gamla fólkið kemur og biður um áfyllingu og stundum spyr það hvort að inneignin dugi ekki á meðan það lifir, því það eigi svo stutt eftir......Hverju á maður að svara? Stundum finnst mér eins og sumt af þessu fólki sé hreinlega búið að ákveða það að þetta sé hin hinsta áfylling á frelsið.
Ég vona það fyrir hönd þessa fólks að það sé bara að grínast með aldur sinn og sé ekki heima hjá sér hreinlega að bíða eftir dauðanum....

Athugasemdir
kannski er þetta bara svona þeirra humor, en ég skal lofa þér að það eru örugglega einhverjir sjálfsvorkunnar púkar sem láta eins og þeir séu á síðustu viku...
Amma (svo ég minnist á kerlinguna allavega í annað skiptið í þessari viku á kommentunum hjá þér)er sko ekki þannig, hún hefur aaaaldrei sagt svona..
Hún er alltaf svo lífsglöð...
Guðríður Pétursdóttir, 12.10.2007 kl. 21:24
Hún er nátturulega snillingur!
Vignir, 12.10.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.