42.Þáttur

 

Hjörtu þeirra hömuðust þegar þau voru loksins búin að mana sig upp í að hefjast handa. Ragnheiður gekk fyrir aftan Stefán að bakdyrum hússins.

,,Ég held að það ráðlegt að við tilkynnum okkur inn til Bernódus,, sagði Stefán og rétti út höndina, biðjandi um farsíma Ragnheiðar. ,,Heyrðu vinur, þú ert líka með síma. Hann hafði gleymt því og tók sinn síma upp úr vasanum skömmustulegur og hringdi.

Bernódus svaraði og sagði þeim hvað tæki nú við. Stefán skellti á og sagði að nú myndu þau þurfa að finna herbergi í kjallara hússins sem væri fyrir neðan pontuna sjálfa. Ragnheiður spurði hvernig í ósköpunum þau ættu að fara að því, því ekki væru þau með kort af húsinu. Stefán leiðrétti spúsu sína og sagði að Bernódus hefði séð fyrir öllu og að kortið væri geymt í rassvasanum hjá Ragnheiði.

Hvelvítis perrinn, hugsaði Ragnheiður og seildist í vasann og dró upp kortið. Þau breiddu það út og það tók þau svolítinn tíma að átta sig áttunum en höfðu það að lokum og komu sér inn í húsið án nokkurs vesens og gauragangs.

,,Djöfulsins fíla er hérna,, er sagði Ragnheiður og veifaði hægri hendinni fyrir vitum sínum. Hún ákvað að láta fnykinn ekki á sig fá og elti mann sinn á röndum skíthrædd. Stefán átti erfitt með að sjá þannig að ákvað að kíkja í töskuna og fann þar nætursjónauka, 2 stykki, Settu þetta á þig, sagði Stefán og hélt áfram. Mikill köngulóavefur var á ganginum og var Ragnheiður ekki ánægð með það en barðist samt áfram eins og hetja - að hennar mati.

Skyndilega heyrðist þrusk og sáu þau ljóstýru koma handan við horn. Ragnheiður ætlaði að garga en náði að kæfa það í olnbogabótinni. Stefán sá skot sem hann dró konu sína með sér inn í. Þar biðu þau og vonuðu að enginn myndi finna þau.

 Hver þarna á ferð í kjallaranum? Hefur áætlunin farið fyrir ofan garð og neðan? Er Ragnheiður með  köngulóarvef í munninum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband