28.9.2007 | 18:24
Vanþakklæti
Er hlutur sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér! Tek eitt lítið dæmi, alltaf á fimmtudögum í Kringlunni fá viðskiptavinir 2 fyrir 1 í bíó sem gildir í Kringlubíói á fimmtudögum. Lang flestir eru sáttir með þessa búbót og þakka fyrir en svo eru sumir sem liggur við drepa mann með augnaráðinu einu saman, segja kannski ,,hvah! ég hef ekkert að gera við þetta, er að fara út á land á eftir,, með mjög pirruðum tóni....Af hverju getur fólk bara ekki tekið miðann og hent honum þá bara strax eða sagt bara nei takk? Það þarf ekki alltaf að vera með dónaskap....
Athugasemdir
já, yfirleitt er verslunarfólk mannlegar ruslatunnur í augum fólks! það fær allan hugsanlegan skít yfir sig sem hægt er að hugsa sér og aumingja verslunarfólkið fær að sjálfsögðu allt gamla fólkið í fangið og fær að heyra þeitta ævisögu, like it or not!! gott að geta sagt, "ég VANN einu sinni á kassa" hehehe
ps: það sást til Jóns nokkurs hlaupara á leið með rútu frá Selfossi til Reykjavíkur um fjögurleytið í dag! afgreiðslufólk VARIÐ YKKUR!
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 28.9.2007 kl. 18:43
Vignir, 28.9.2007 kl. 18:47
hahah
ég haaaata dónalegt fólk, eins þegar er verið að böggast yfir verðmerkingunum við kassafólkið.. KASSAFÓLKIÐ... sem mætir í vinnuna sest við kassana og vinnur þangað til það stendur upp og fer heim...
Tilkynning: Afgreiðslufólk á kassa ber ekki ábyrgð á röngum verðmerkingum..!!!!!!!
Guðríður Pétursdóttir, 28.9.2007 kl. 21:46
já, góður punktur Guðríður. Viðskiptavinir gera sér oft ekki grein fyrir því að kassafólk ber alls ekki ábyrgð á neinu nema sínum eigins kassa!
Vignir, 28.9.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.