Stranger than fiction

strangerfiction~Stranger-Than-Fiction-Posters

Er mynd sem ég sá ekki fyrir svo löngu. Hún fjallar um Harold Crick (Will Ferrell)  sem er maður sem vinnur hjá skattinum. Líf hans í er mjög föstum skorðum. Á hverjum degi vaknar hann á sama tíma,tannburstar sig alltaf eins og telur strokurnar ofl. Harold á engin börn og er ekki í sambandi. Eini vinur hans er einn af vinnufélögum hans.

Einn daginn vaknar hann og byrjar á sinni daglegu rútínu. Skyndilega heyrir hann kvenmannsrödd sem lýsir því sem hann gerir. Þessa rödd heyrir hann svo út alla myndina. Skiljanlega fer þetta í taugarnar á honum og fær hann hjálp frá manni sem þekkir mikið til bókmennta. Karen Eiffel (Emma Thompson) er rithöfundur sem hefur haft ritstíflu í 10 ár en fær loksins andann yfir sig og byrjar að skrifa. Eitt leiðir af öðru og verð ég að segja að þessi mynd er alger snilld! Þetta er engin spennumynd en hún heldur manni alveg við efnið.

Myndin er vel tekin, það eru mörg óvenjuleg sjónarhorn í henni, t.d þegar hann er að bursta tennurnar er myndavélin í munninum á honum. Einnig er fullt af grafík í myndinni sem ég kann ekki að skýra nógu vel frá

Auðvita er smá rómans í þessari mynd því hann kynnist ungri konu og get ég fullyrt að þau fyrstu kynnin hefðu geta verið betri. Hann er sendur í bakarí til að líta á bókhaldið þar á bæ. Bakarafrúin er ekki par ánægð með þessa heimsókn og gefur mjög góða ástæðu fyrir því af hverju hún borgaði ekki fullan skatt. Hann hittar hana svo í strætó og eitt leiðir af öðru. Þegar myndin er langt komin að endanum sér maður nýja hlið á Will Farrel, hann er ekki síðri í ,,alvöru,, myndum.

Ég mæli hiklaust með þessari mynd, sérstaklega í kvöld þar sem veðrið er ekki upp á marga fiska. Ef að þú nennir ekki út á leigu og ert með Sjónvarp Síamanns getur þú leigt hana á Voddinu.

 Góða skemmtun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband