3.9.2007 | 15:52
37.Þáttur
Stefán og Ragnheiður eru nú í djúpum skít, þau hafa ekki hugmynd um hvar þau eru því enginn gluggi er á herberginu.
-Heldur að þeir eigi eftir að kála okkur? Spurði Stefán. Voðalega orðar þú hlutina skemmtilega! Sagði Ragnheiður ekki par hrifinn með stöðuna sem þau voru í. Þau ræddu um hvort þau ættu ekki bara að flýja við fyrsta tækifæri.
Skyndilega var barið þéttings fast á hurðina og hrukku þau bæði við. Mjóróma rödd sagði að hurðin yrði opnuð en þau yrðu að snú að veggnum. Þau þorðu ekki öðru en að hlýða því þau sá að það var myndavél í einu horninu. Hurðin var opnuð og fundu þau handjárn voru sett á þau, síðan klútur fyrir augun. Ragnheiður hugsaði með sér hversu mikil skítafíla væri af þessum klút og marg sinnis kúgaðist hún af lyktinni. Stefán fann ekki fyrir þessum fnyk frá sínum klút.
Þau voru leidd hranalega og plantað í mjúkt sófasett. Þar voru klútarnir teknir af þeim en handjárnin fengu að vera lengur. Það tók þau dálítinn tíma að venjast birtunni í herberginu. Ragnheiður greindi mannveru fyrir framan sig og fannst mikil svipur með henni og Bush Bandaríkjaforseta. Það fékk hana til að flissa en það hefði hún betur látið ógert því hún fékk að launum vænan löðrung. Stefán brjálaðist við þetta og fór að hrækja á manninn og kalla hann öllum illum nöfnum, sum bjó hann til á staðnum í hita leiksins.
Eftir þetta litla fíaskó og hjónin búin að róa sig niður var myndband spilað fyrir þau. Hjónin gátu ekki betur sé en þetta væri Selma, vinkona Ragnheiðar. Hún var bundin í stól og sig hvergi hreyft.
Mannveran sem enn hafði ekki kynnt sig stöðvaði myndbandið og sagðist heita Bernódus Diktus. Ragnheiður var með tárin í augunum og spurði hvað hann vildi Selmu sinni. Ég girnist fenginn í Alþingishúsinu og vil að þið færið mér hann! Stefán ákvað að vera sniðugur því nú vissi hann að þrír væru með mikinn áhuga á ná þessum kassa í Alþingishúsinu og sagði að hann vissu um nokkra aðra sem væru heitir. Og hverjir eru það? Sagði Bernódus hissa. Stefán hló hrossahlátri og sagðist ekki gefa neitt upp en bauðst til að sækja þetta fyrir hann, en það mundi kosta hann. Hann nefndi verðið, nefndi fáránlegustu tölu sem hann gat hugsað sér og sagði við hjónin þiggjum litlar 100 milljónir fyrir verkið.Ragnheiður leit hvössum augum á bónda sinn en ákvað að sitja á sér og láta hann um samningaviðræðurnar.
Hvernig fer þetta, mun Bernódus ganga að tilboði Stefáns? Er Ragnheiður að missa löngunina til að lifa? Hvað verður um Selmu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.