Þannig er það nú bara...

Sælan hlaut að enda einhverntíma! Ég er kominn heim frá Costa Del Sol. Lenti um 9 í kvöld. Fórum frá 30+ gráðum og sól og komum í þoku og rigningu, mjög heimilislegt allt saman.

Ég  ákvað að fara í nokkrar af ferðunum sem í boði eru og sé sko ekki eftir því! Haldiði að karlinn hafi ekki skellt sér til Afríku! ……..reyndar Marokkó sem er kannski ekki beint það Afríkulegasta en samt, til Afríku fór ég nú samt. Við forum í Tetuan sem er mjög sérstök borg. Þar er mjög mikill munur á þeim fátæku og þeim ríku. Lítið fer fyrir millistétt þar á bæ. Í Marokkó var margt skoðað og forum við annars í medínu (held að ég sé að fara með rétt nafn) Ég mundi segja að það væri eins konar völundarhús því innan vega múrs sem er ca 8 km langur leynast um 2900 smágötur sem eru mjög þröngar!

Þar býr fullt af fólki sem allt virtist vera mjög fátækt, viðað við aðbúnaðinn sem það bjó við. Margir koma úr fjöllunum til að selja varning, kaktusfíkjur og annað. Margir sátu bara á götunni og hirtu lítið um vörur sínar og var skítsama þó að þær væru morandi í flugum. Sérstaklega fannst mér viðbjóðslegur einn sölubásinn, en þar var að finna ,,dýrindis,, innyfli úr dýrum. Getið rétt ýmindað ykkur lyktina sem var þar í kring, í ca 37 gráðu hita á Celsius!

Á mörgum stöðum var lyktin svo slæm að nauðsynlegt var að anda með munninum til að forðast að kalla á Eyjólf!

En það sem mér finnst minnisstæðast frá Marokkó var þegar ég fékk að fara á bak Úlfvalda! Þetta eru magnaðar skepnur, læt fylgja mynd af mér á slíkum.

 
 
 
 

Það kostaði eina evru að fá að fara á bak og láta teyma sig smá spöl.  Ég get samt ekki annað en vorkennt þessum dýrum sem voru þarna. Alltaf að standa upp og setjast niður aftur. Sumir þeirri voru pínu pirraðir. Þegar úlfaldinn sem ég var á var að fara niður til að hleypa mér af baki var ég næstum því dottinn af baki. Eina haldið sem ég hafði var fyrir framan mig og fyrir aftan, tveir spottar….En sem betur fer datt ég ekki af baki. En nóg af Afríku í bili.

Gíbraltar heimsótti ég einnig. Það var mjög spes. Þar skoðuðum við dropasteinshelli og það sem mér fannst hvað skemmtilegast villtu apanna! Algerir snillingar. Ef að þú ert með eitthvað ætilegt í vasanum hika þeir ekki við að hrifsa það til sín og éta með bestu list. Hér koma myndir af öpunum.

 

 


 

  

 

 

 

En heyrðu………ætla að láta þetta duga í bili, er frekar þreyttur núna…. Kemur meira á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn heim - hlakka til að lesa meira af ferðasögunni

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 02:12

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Sama segi ég...get ekki beðið, fínar myndir

Velkominn heim kall

Guðríður Pétursdóttir, 30.8.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Vignir

Takk fyrir það Anna og Guðríður ;o)

Vignir, 30.8.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband