5.8.2007 | 12:01
34. Þáttur
Í fína herberginu voru nokkrir jakkafataklæddir herramenn. Um leið og hjónin birtust þögnuðu þeir allir. Sá sem virtist vera forsprakkinn reis á fætur og gekk lötur hægt að hjónunum. Hann bauð þau velkomin og bauð þeim einnig sæti. Þau þorðu ekki öðru en að hlýða.
Sjálfur settist maðurinn niður og skipaði þjóni að sækja glös og gefa gestunum smá brjóstbirtu. Þessi maður talaði bjagaða íslensku. vitið þið hvað þið eru að fara út í? Spurði hann. Stefán sagðist ekki hafa hugmynd um það. Maðurinn sagði að nú væru þau flækt inn í alþjóðlegan glæpahring sem svífist einskis og er mjög harðsnúinn.
Ragnheiði stóð ekki á sama en sýndi engar tilfinningar. Þjónninn kom með glös og Bollinger. Maðurinn spurði hvað hefði tekið svona langan tíma og fyrirskipaði undirtyllum sínum að fjarlægja þjóninn. Hvað ætli verði um hann hugsaði Ragnheiður áður en hún tók fyrsta sopann. Stefán tók einnig sopa.
Það hefðu hjónin betur ógert því ekki leið á löngu þangað til að ónotatilfinning gerði vart við sig. Ragnheiður fann hjartað hamast og átti erfitt með að anda. Það sama hrjáði Stefán. Maðurinn tilkynnti þeim að þau hefðu drukkið eitur sem eftir stutta stund muni drepa þau. ,,Ég er með mótefnið hér í vasanum, ef að þið hlýðið mér mun ég gefa ykkur það.
Hjónin þorðu ekki öðru en að kinka kolli og mótefnið fengu þau. Það tók ekki langan tíma fyrir þau að jafna sig fljótt urðu þau móttækileg fyrir frekari fyrirmæli.
Hver er þessi dularfulli maður? Munu þau hjónin aldrei bragða á kampavíni aftur? Er Stefán skotinn í flugfreyjunni?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Sápan | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.