33. Þáttur

 

Flugvöllurinn var í sjónmáli og fiðringur var í maga hjónanna. Ragnheiður var farin að svitna í lófunum og spurði Stefán hvort hann væri stressaður. Spurningunni var svarað með mæðulegu já-i.

Inni í flugstöðinni var margt fólk tók það dálítinn tíma að komast af vopnaleitarhliðinu. Verðirnir þukluðu þau upp og niður og á staði sem er bara fyrir hjón að þukla. Ragnheiður roðnaði og sá Stefán gerði slíkt hið sama. Verðirnir voru ekki með fulla athygli að hjónunum því unglingspiltur ákvað að hann þyrfti ekki að fara í gegnum hliðin og smeygði sér framhjá. Verðirnir hleyptu hjónunum í gegn. Með hjartað hamandi í brjóstholinu gegnu þau að kaffiteríunni og settust niður með hálf volgan espressó. Þetta er nú meira djöfulsins glundrið muldraði Stefán eftir fyrsta sopann og ákvað að tæma úr bollanum í þeim næsta. Ragnheiður kvartaði ekki. Þau sátu dágóða stund og sögðu ekki neitt.

Flugið þeirra var kallað og þau beðin um að ganga að hliðinu. Þau gengu hröðum skrefum og sýndu engin merki um að ekki væri allt með feldu. Flugfreyjan við landganginn bauð þau velkominn og fylgdi þeim í sætin og bauð þeim hressingu. Stefán furðaði sig á þessari miklu þjónustulund því enginn annar virtist fá hana. Flugfélin fylltist af fólki og ekki leið langur tími þangað til hún fór í loftið. Höfuðtólin sem Ragnheiður fékk voru biluð og var hún ekki hress með það og hringdi bjöllunni. Flugfreyjan var snögg á staðinn og færði henni ný og brosti vingjarnlega, eiginlega of vingjarnlega fyrir hennar smekk. Hún hafði orð á því við Stefán sem var henni sammála - það skítalykt af þessu, sagði Stefán áður en hann gleymdi sér með Stones í eyrunum.

 Flugferðin gekk vel framan af og lítið var um  ókyrrð í loftinu. En eins og hendi væri veifað brast á stormur með þrumum og eldingum. Vélin tók nokkrar djúpa dýfur og hristist talsvert. Flugstjórinn sagði eitthvað á rússnesku sem hjónin skyldu ekki en vissu samt nokkurn veginn hvað hann var að segja. Skyndilega féllu niður súrefnisgrímurnar og flugfreyjurnar sýndu hvernig ætti að nota þær, með skelfingarsvip. Hin mjög svo vingjarnlega flugfreyja benti hjónunum að fylgja sér. Þau enduðu í einhverju herbergi sem þau höfðu aldrei séð í flugvél, herbergið var mjög vel búið af dýrum húsgögnum og innréttingum.

 Hvað er á seyði? Er flugfreyjan tvöföld í roðinu? munu höfuðtól Ragnheiðar bila aftur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vignir!

Ég hata þig núna....fór í sakleysi mínu inn á bloggið þitt. Sá færslu. Press play og þá byrjaði Macarena!

Er langmest með þetta lag á heilanum.......sem er mjög slæmt!

 

Heimir Berg (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 13:15

2 identicon

ohh þetta er svo spennandi... ég er alveg viss að flugfreyjan sé lessa og sofi hjá ragnheiði sem skilur við stefán.... gott plan... ekki satt ;)

elisabet (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 13:47

3 Smámynd: Vignir

 Snilld! innst inni var það hugmyndin með þessari færslu, að láta fólk fá þetta lag á heilann!

Vignir, 4.8.2007 kl. 13:53

4 Smámynd: Vignir

Elísabet - Það er aldrei að vita hvað gerist á milli flugfreyjunnar og Ragnheiðar, kannski er flugfreyjan dúndurgóð á dýnunni....Hver veit....

Vignir, 4.8.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband