30.7.2007 | 15:50
32.Þáttur
Hjónin sitja enn á bekknum og bíða eftir að eitthvað gerist.
Hummerbifreið renndi í hlað sem gladdi Ragnheiði óstjórnlega. Jeppinn var upphækkaður og átti Ragnheiður í stökustu vandræðum með að klifra upp. Eftir smá streð þoldi Stefán ekki lengur þetta hjakk og vippaði Ragnheiði upp. Henni fannst það mjög sexy og ætlaði að stinga upp á smá fjöri í aftursætinu en hætti snarlega við það þegar hún sá að illa lyktandi maðurinn mundi fara með. Það slökkti lostann hratt.
Bílinn fór af stað og þau komu sér fyrir. Buena vista socialclub glumdi í græjunum - ,,finnst þér þessi músík sæma þessu landi og þessum bíl Stefán,,? spurði Ragnheiður og glotti við tönn. Stefán svaraði þessu ekki og horfði út um gluggann. Eftir langa þögn sagðist Ragnheiður sakna þess að fá ekki leika um hárið á ríku konunum sem notuðu framandi og dýrar hárnæringar, að klippa ungabörn í fyrsta skiptið, setja permó í þær gömlu og hitta loks að hitta ekki fasta kúnnana sem voru góðir vinir hennar.
Þetta mas fór inn um annað og út um hitt hjá Stefáni - ,,ertu ekkert að hlusta á það sem ég er að segja kall,,? Stefán baðst afsökunar að bað um að hún sagði þetta allt aftur. Hitinn úti var óbærilegur og ekki var ástandið betra í bílnum þó svo að loftkælingin væri í botni. Ekki bætti það ástandið að sá illa lyktandi var með í för og allir vita hvað hiti gerir fyrir lykt.
Ragnheiður ákvað að vera ekkert að kvarta meira og harkaði þetta af sér. Þar sem það var lítið við að hafast í bílnum fór Ragnheiður að hugsa. Það mundi hún eftir manninum í þotunni. Lostið hefur líklega skert minnið hennar tímabundið. Hún náði athygli Stefáns og sagði honum að hún hafi þekkt annan af mönnunum sem hafi ráðist á þau - ,,og hver er það?,, spurði Stefán hálf áhugalaus. Æ, annar mannanna í þotunni var fósturpabbi minn!
,,Hvað ertu að bulla kona,,?!? Ragnheiður hafði nú fulla athygli Stefáns. Hann spurði hana hvort hún væri vissi í sinni sök. Hún var ekki alveg verið 100% þannig að hún hætti að tala um þetta. Ekki fór neitt fram á milli þeirra það sem eftir var af ferðinni. Loks komust þau á flugvöll. Hjónin stressuðust upp en létu eins og allt væri í topplagi.
Komast þau klakklaust í gegnum tollinn? Mun Ragnheiður fríka út?
Athugasemdir
Fríka út fríka út!
HerdíZ (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 16:24
þetta kemur allt of þétt nuna hjá þér hehe
Birna G, 31.7.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.