28.Þáttur

 

Flug númer FHE113 til Rússland frestast um óákveðinn tíma. Vinsamlegast sínið biðlund. Veitingar eru í boði í kaffiteríu.

 ,,Týpískt,, Sagði Ragnheiður og leit á úrið sitt og stappaði niður hægri fætinum. Ekki með þessa stæla, sagði Stefán og fór að leita að upplýsingaborðinu. Stúlkan sem var þar á bæ hafði augljóslega verið að skemmta sér vel kvöldið áður því megn áfengislykt var af henni. Stefán spurði hana hvort hún vissi hver seinkunin yrði. Sú skemmtanaglaða horfði á hann og svo niður á gólfið og loks ældi hún í ruslafötuna sem var hjá henni.

Stefán hristi höfuðið og fór að leita ríkmannlegu fólki. Hann sá hjón sem voru dressuð upp í dýrum flíkum og gekk upp að þeim og spurði hvort þau ættu flugvél sem hann gæti leigt af þeim. Hjónin störðu á hann og maðurinn sagði loks, Það vill svo skemmtilega til að við hjónin erum með þotuna okkar tilbúna hér fyrir utan, hvert er för ykkar heitið?

Það lifnaði yfir Stefáni og sagði hann hjónunum hvert þau væru að fara. Til Rússlands segir...við höfum ekki farið þangað elskan, er það nokkuð? Konan hugsaði sig og sagði svo ,,nei, það höfum við ekki gert, eigum við bara ekki að skella okkur þangað?

Það var ekki rætt frekar og var þotan kölluð að landganginum. Fjórmenningarnir stigu um borð og komu sér vel fyrir í þægilegum leðursætum. Einn þjónn var um borð sem færði þeim miklar kræsingar. Flugmaðurinn tilkynnti að 4 klst. væru til lendingar. Stefán, ég verð að segja að ég er nú svolítið spennt yfir þessu öllu saman, þetta er eitthvað svo.........- Bonnie og Clyde, sexy. sagði Ragnheiður dreyminn á svip. Eigum við ekki að skella okkur í Háloftaklúbbinn?

Stefán hafði ekkert á móti því og drifu hjónin sig inn á salerni þotunnar þar sem villtur leikur fór fram. Eftir þennan leik komu þau fram aftur og sáu að eigendur þotunnar lágu í roti og skyndilega komu tveir grímuklæddir menn aftan að þeim með klóróformklúta. Stefán og Ragnheiður hnigu niður.

 Er öllu lokið hjá Stefáni og Ragnheiði? Eru þotuhjónin dauð? Munu þau lenda í Rússlandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna G

komast þau til rússlands? verðu ragnheiður ólétt...?

Birna G, 25.7.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Vignir

Vignir, 25.7.2007 kl. 16:36

3 identicon

Hún verður send í þrælkun í Rúskí... en hvernig þrælkun veit enginn! ... Nema Viggi Ó

HerdíZ (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 17:46

4 Smámynd: Vignir

wiht the dough!

Vignir, 25.7.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband