12.7.2007 | 08:14
Viskukorn í morgunsárið
Keypti mér ansi skemmtilega bók, tjah, ætli að það sé ekki einhver 2 ár síðan. Bókin er full af alls kyns fróðleik, fánýtum fróðleik. Langar mig nú að koma með nokkra fróðleiksmola svona í morgunnsárið og vona að þeir komi að miklu gagni í amstri dagsins.
Á nafnspjaldi Al Capone stóð að hann seldi notuð húsgögn
Elvis vó 104 kíló þegar hann lést.
Langalangaamma Adolfs Hitlers var gyðingur.
Allir broddgeltir fljóta í vatni
Augu sumra fugla vega þyngra en heili þeirra.
Rottur geta ekki kastað upp
Einn af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum hefur sést í sjónvarpinu.
Vegna málmskorts í seinni heimsstyrjöldinni voru Óskarsverðlausnytturnar gerðar úr viði.
Já, allt þetta á víst að vera dagsatt en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það. Hver veit nema að ég laumi meiri visku inn á veraldarvefinn seinna í dag?
Athugasemdir
Allir broddgeltir fljóta í vatni, lets test that someday
Guðríður Pétursdóttir, 12.7.2007 kl. 08:48
Endilega! Nú þurfum við bara að finna eitt stykki bröddgölt, það ætti ekki að vera mikið mál.....
Vignir, 12.7.2007 kl. 08:50
helst verðum við að hafa nokkur stykki til að útiloka allar tilviljanir...
Guðríður Pétursdóttir, 12.7.2007 kl. 08:54
jújú...vissulega verður þetta að vera þannig
Vignir, 12.7.2007 kl. 09:56
magnað........
Birna G, 12.7.2007 kl. 10:00
vignir það var verið að klukka þig !! mmwwwaahahahahahaha
Birna G, 12.7.2007 kl. 11:35
já hey klukk
Guðríður Pétursdóttir, 12.7.2007 kl. 11:41
Hver?
Vignir, 12.7.2007 kl. 12:03
ARG! Búinn að sjá þetta, ástar þakkir Guðríður
Vignir, 12.7.2007 kl. 12:05
sworry, ég varð að klukka einhvern, ég reyndi að setja þetta á sem flesta sem eru í burtu eins og familíuna og svoleis
svo hef ég nú ástæðu til að gera þér illt eftir öll fömbin sem þú hefur verið pein inn the ass, sérstaklega við mig...
Guðríður Pétursdóttir, 12.7.2007 kl. 15:27
Vignir, 12.7.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.