Hrekkur sem fór úr böndunum....

Þetta er með ólíkindum að svona hlutur geti komið fyrir! Hvað fítonskraftur var í þessum síma? Sprakk hann með miklum hvell? Hvernig getur svona lítið tæki, sem gengu fyrir rafhlöðu, framkallað svona mikinn kraft til að brjóta bein í manni? Var þessi maður óvinsæll á vinnustaðnum? 

Auðvita vísar Motorola málinu frá sér en ætli þeir hafa beðið um að fá símann til að athuga hvort þessi sími sé ómerkileg eftirlíking eða með rafhlöðu sem ekki er viðurkennd af þeim...


mbl.is Maður lést er farsíminn hans sprakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna G

hrekkur?

Birna G, 5.7.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allar rafhlöður geta mögulega sprungið ef þær eru óvandaðar, gallaðar, skemmdar, eða verða fyrir skyndilegu ofálagi, t.d. vegna rangrar spennu við hleðslu eða slíkt. Reyndar verður ekki gríðarmikil sprenging af einni lítilli farsímarafhlöðu, en rifbeinin eru heldur ekki mjög þykk og ef sprenging verður þétt upp við brjóstkassann þá er auðvitað hætta á að eitthvað láti undan. Hinsvegar ætti þetta alls ekki að geta komið fyrir undir venjulegum kringumstæðum við eðlilega notkun, en hugsanlegt er að það hafi einmitt ekki átt við í þessu tilviki, Kína er stórt land langt í burtu og ekki víst að þar séu t.d. raftækjastaðlar jafn krefjandi á öryggi eins og þeir eru hér fyrir vestan sem betur fer fyrir okkur. Og fyrst maðurinn var svo óheppinn að fá flísar frá brotinu beint í hjartað, þá er svosem ekki að spyrja að leikslokum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2007 kl. 11:42

3 Smámynd: Vignir

Birna, þetta með hrekkinn er bara heimskuleg spurning, bull......

Guðmundur: Það er rétt með rifbeinin að þau eru náttúrulega ekki eins sterk en samt, það flísaðist úr því.....pældu samt í að vera óheppinn, líkurnar á þessu eru svo stjarnfræðilega litlar!

Vignir, 5.7.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Birna G

Birna G, 5.7.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband