Keflavíkur nætur.....

 

6_rnb_logo

 

 
Þrumaði mér , þar sem ég var í vaktafríi í dag,til Keflavíkur, Reykjanesbæjar.  Þar hafa Anna María og Gunnþór hreiðrað um sig. Veðrið var frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Ég fór ekki einn, Guðrún kom með. Fyrsti áningastaður var Kaffitár. Þar pöntuðum við okkur mjög svo viðeigandi kaffi fyrir daginn, jöklakaffi. Það gefur að skilja var kalt, með klökum í, mjög gott ég mæli með því. Svalandi.
Þar sem ég er mikið fyrir að rúnta á bílasölur voru allar bílasölur bæjarins þræddar. Við rúntuðum heil mikið um bæinn og ég verð að segja það að ég er assskoti heitur fyrir þessum bæ! Væri alveg til í að kaupa mér íbúð og búa þarna!
Húsfrúin á heimilinu töfraði fram mjög góðan kvöldmat, og ég borðaði allt of mikið! Þetta var mjög gott! Nú, við hjálpuðum til við uppvaskið og spjölluðum aðeins. Þar sem ég var nokkurn veginn búinn að ákveða að fara í bíó með strákunum löguðum við af stað á Selfoss að verða 9. Sýningin byrjaði klukkan 21:30.
Þó svo að ég hafi haldið mig innan allra velsæmismarka hvað varðar hraða náði ég að mæta nokkurn veginn á réttum tíma, það voru búnar kannski 5 eða 10 mín af myndinni, sem auðvita byrjar aldrei á réttum tíma. Die hard var fyrir valinu og mæli ég hiklaust með þessari ræmu !

 

 

LiveFreeorDieHard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ómæ... veit ekki hvort ég eigi að þora að eyða peningum í það að fara

Guðríður Pétursdóttir, 29.6.2007 kl. 00:47

2 Smámynd: Vignir

Þú verður ekki svikin, það skal ég segja þér :) Ef að þú fílar hinar myndirnar áttu eftir að fíla þessa.

Vignir, 29.6.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þessi er bara æði. Bruce Willis flottur sem aldrei fyrr Afar spennandi mynd, full af glettni og góðum húmor milli sprenginga og drápa

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.6.2007 kl. 00:54

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hhm should i take the word of a person who thinks "the man" is a good film

Guðríður Pétursdóttir, 29.6.2007 kl. 01:23

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

THE MAN er mjög góð mynd..afar  eftirminnileg mynd...og hana nú!

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.6.2007 kl. 10:34

6 Smámynd: Vignir

Sagði hænan og lagðist á bakið!

Vignir, 29.6.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband