Fasteignafíaskó

 

Hef verið að skoða bæði á netinu og í Mogganum fasteignir. Nóg er til af lausum íbúðum sem eru, finnst mér, oftast nær á fáránlegu verði. ,, Eigendurnir,, verðleggja þetta oft bara eftir huglægu mati langt yfir því sem fasteignasalinn metur eignina.

Frábærast finnst mér þó þegar verið er að sýna myndir af íbúðinni að sjá eigendurna eða eitthver gæludýr inni á myndunum. Gef gæludýrunum sjénz, því það getur verið ágætt að vita að fyrri eigandi var með gæludýr í íbúðinni. Um daginn sá ég t.d eina íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem bar augljós ummerki um að þar byggi eldri kona og viti menn! á síðustu myndinni var sú gamla, stóð eins og hún væri steinrunnin á myndinni. Ég gat ekki annað en helgði mig máttlausan af þessari mynd. Konan var eitthvað svo eymdarleg. Kannski var hún að spila samúðarkortinu í von um að selja sína eign hraðar.

 

Fasteignasjónvarpið, er það dautt? Hef ekki séð eina einustu auglýsingu þar. Alltaf þessi rauði skjár með logoi stöðvarinnar. Er hún kannski hætt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband