Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2007 | 18:24
Vanþakklæti
Er hlutur sem fer óstjórnlega í taugarnar á mér! Tek eitt lítið dæmi, alltaf á fimmtudögum í Kringlunni fá viðskiptavinir 2 fyrir 1 í bíó sem gildir í Kringlubíói á fimmtudögum. Lang flestir eru sáttir með þessa búbót og þakka fyrir en svo eru sumir sem liggur við drepa mann með augnaráðinu einu saman, segja kannski ,,hvah! ég hef ekkert að gera við þetta, er að fara út á land á eftir,, með mjög pirruðum tóni....Af hverju getur fólk bara ekki tekið miðann og hent honum þá bara strax eða sagt bara nei takk? Það þarf ekki alltaf að vera með dónaskap....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.9.2007 | 10:58
Einföld lausn á þessu
Get ekki séð hvað það er svona hræðilegt við að þetta.....Er reyndar ekki búinn að lesa greinina í Blaðinu en það kemur ekki fram í greininni á mbl.is hvað ein máltíð kostar. Hún getur varla verið svo dýr. En auðvita er þetta skrítið að skylda nemendur til að borga fyrir tvær máltíðir á dag....Sniðugasta lausnin á þessu máli er að mötuneytið biðji nemendur um að skrá sig á fyrir hverja viku hvort þeir ætli að borða. Með þessu geta nemendur stjórnað útgjöldum sínum sjálfir og er bara þeirra mál ef þeir missa af sinni fyrirfram pöntuðu máltíð.
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 11:37
Tannpínupúkinn herjar á tannlækna
Hafði nú ekki mikið verið að spá í þessi mál, með verðskrá en sé það núna hún þarf að vera greinilegri. Ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíma séð slíka verðskrá. Ég hef bara borgað og farið. Sem betur fer hefur ekki þurft að gera neitt við hjá mér....En varðandi þetta bréf, eiga tannlæknar ekki að geta rætt hlutina án þess að vera með dónaskap? Svo er líka, menn túlka misjafnlega dónaskap...
Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 20:34
Klósett-steinar......
Þið hafið öll séð þegar verið er að auglýsa klósetthreinsi sem að festur er við klósettið. Nú spyr ég....Á hvaða heimili er klósettið það skítugt að það sést ekki í hvítt! Fyrr má nú aldeilis vera með frussuhlessing!
Fleira var það ekki í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 14:15
Keyrsla
Hugsa sér........á einu ári og fjórum mánuðum hef ég keyrt á minni eðal bifreið rúmlega 45.000 kílómetra! Ég veit ekki alveg hver meðal keyrslan er á ári en mér finnst þetta frekar mikið. Þessi mikla keyrsla verður að skrifast á það að ég vinni í höfuðborginni og bý á Selfossi + mér finnst mjög gaman að taka langa rúnta um sveitirnar og bæi........Samt........mér finnst þetta frekar mikið verð ég nú að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 20:19
Ég bara varð!
Að setja inn þetta myndband af einum keppanda í Xfactor í Bretlandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 13:15
Væri það ekki betra.....
....Ef að sá sem hyggst kaupa þetta málverk láti frekar alla þessa peninga renna til þeirra sem minna meiga sín? Hann/hún/fyrirtækið gæti farið til Afríku og lagt sitt af mörkum. Það má gera ansi mikið fyrir 2 milljarða!
Málverk eftir van Gogh verður selt á uppboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 21:59
Þessa stundina.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2007 | 19:56
Hversu sérstakt er það........
Ef að Hillary yrði kosin forseti bolluþjóðarinnar?!? Hún yrði fyrsta konan í Bandaríkjunum til að verða forseti og einnig eina konan í heiminum sem hefur þá verið bæði fyrsta frú og forseti. Magnað.
Litla afstyrmið þeirra mundi örugglega farast úr stælum og væri vart viðræðuhæf, því báðir foreldrar hennar hafi verið forsetar. Clinton yrði enn varnarlausari nú þegar konan væri valdameiri en hann...Ætla að vona að hún verði kosin og verði í eins og eitt tímabil. Hún getur ekki verið verri en Runni.
Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)