AQ%-Xr12,28


Þarinn

Sjóbarinn

Farinn

Knúsandi

Skítabryggju.

 

Blautur

Eins og

Hundur

Umvafinn

Fuglshræjum

Unnir sér ekki.

 

Klappirnar

Sótsvartar

Kippa sér,

Ekki upp

Við skít

Kríunnar.

 


Klukkaður aftur

 

Solla klukkaði mig, er reyndar búinn að gera klukkið einu sinni áður, geri það núna nema ég bæti ,,ekki,, við Pinch

________________________________

Fjögur störf sem ég hef ekki unnið

Geimfari

Forseti Íslands

Flugumferðastjórn

Hugmyndasmiður

Fjórar Bíó myndir sem ég held ekki upp á

Traffic

Old boy

over the hedge

Ice age

Fjórir staðir sem ég hef ekki búið á

Indland

Kópasker

Á götunni

Bifröst

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar ekki

Eureka

Charmed

Dr.Phil

Friday night lights

Fjórir staðir sem ég hef ekki heimsótt í fríum

Tunglið

Hawaii

Pakistan

Dubai

Fernt sem ég held ekki upp á matarkyns

Hákarl

Hrogn

fiskibollur í dós.

skata

Fjórar bækur sem ég held ekki uppá

Hýbíli vindanna

svo er lítið annað hægt að telja upp þar sem ég les nú ekki mikið

mér til ánægju


Margt býr í símanum

 

Úti var stormur og rigning. Bertel sat í uppáhalds stólnum sínum fyrir framan sjónvarpið. Þar leið honum best. Hann hafði nýlokið við að snæða kvöldverð, hrossabjúga og með nýjum rauðum kartöflum.  Matinn fékk hann sendan frá veitingastaðnum Blá kettinum. Maturinn var hræbillegur og bragðgóður.

Eins og öll kvöld sat Bertel fyrir framan sjónvarpið og var að horfa á uppáhalds þáttinn sinn, út og suður þegar farsíminn hans hringdi skyndilega. Farsíminn var í eldhúsinu og þurfti Bertel því að standa upp. Í fyrstu nennti hann því ekki og lét símann hringja og hringja. Eftir 6 hringingar gafst hann upp á  þessu og drattaðist á fætur.

Á skjánum var númer sem hann kannaðist ekki við. Hikandi svaraði hann. ,,Já halló,,? stundi hann loks úr sér. ,,Ef Jesu væri kona, værir þú þá sáttur við að greiða hærri skatt og tilbiðja Allah?,, Bertel tók síman frá andlitinu og leit á hann, og sá að það var annað númer komið á skjáinn. Hann kannaðist eitthvað við það, og kveikti loks á perunni, þetta var númerið heima hjá honum!

,,Hver er þetta?!?!!,, æpti Bertel í símann. Svarið sem hann fékk var á þessa leið ,,-sigur hjartans og hugans er stærri og heitari en þrá þín til að lifa að eilífu, ekki falla í fúlan pitt eyðslunnar, njóttu heldur lífsins, BLÓMSTRAÐU!!! mannfjandi!,,  Bertel nennti ekki að hlusta á þetta bull lengur og sleit samtalinu. Frá stofunni heyrðust tónar sem voru ekki til að gleðja Bertel, uppáhalds sjónvarpsþátturinn var að enda. Hann bölvaði þessum sem hringi í hann og hlammaði sér í uppáhalds stólinn sinn. Í þetta skiptið tók hann síman með sér.

Hann sá ekki eftir því....símaræfillinn hringdi enn einu sinni. Bertel kannaðist við númerið og svaraði - ,,já, halló, hver er þar?,, Smá þögn var en loks var sagt ,,Hunangsflugan er falleg, hún nærir drottninguna og viðheldur búinu, vinnusöm og dugleg, líkt og Samúel sonur Steingríms - sagan segir að hunangsflugan sé þeim eiginleikum gædd að geta talað við húsdýr og miðlað þannig skilaboðum að handan, frá hinum seyðandi konungi allra dýra,,

Bertel hristi hausinn og sleit símtalinu, setti símann á sælent og hugsaði ekkert meira um þessi dularfullu símtöl. Tveimur tímum síðar ákvað hann að fara í bælið - tók símann með. Þegar hann var kominn undir fiður ákvað hann að kíkja á símann og sá að 4 sms vorum komin inn. Í þeim stóð: Sjúddírarí rei, ligga ligga lá, bobbiddí bobb og hibbeddí hibb.

Hvað gerði Bertel? Hver er að senda þessi dularfullu skilaboð? Er Bertel geimvera? Þarf hann að fá sér nýjan síma? Hver veit?!?!


ó þú kaffiblauti sokkur

 

 

,,sem kúldrast í dimmum skó og bíður þess að verða þurkaður,,

sockpuppet300x386

 


Klukkið

--------------------------

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.

Bæjarvinnan á Stokkseyri
Nóatún
Fjöruborðið
Síminn (núverandi)

2. Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

The Shawshank Redemtion
Misery
Gone in 60 seconds
The Rock

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Íragerði, Stokkseyri
Álftarimi, Selfoss
Strandgata, Stokkseyri
upptalið

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.

England
Spánn
Marokkó
(Gíraltar)

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.

Top Gear
The Simpsons
CSI
Friends

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega.

Vefur Morgunblaðsins
Facebook
b2

Vísir

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á.

Kjúklingur (KFC)
Allt úr pulsuvagninum
Pizza
Kengúra

8. Fjórar bækur/blöð sem ég les oft.

Morgunblaðið
Glugginn
Fréttablaðið
Dagskráin

9. Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.

Í London
Heima hjá mér
Í Asíu
Á ferðalagi í kringum landið

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka.

Ætla ekki að klukka neinn, þú gerir þetta bara ef þú vilt


Tímavélin

 

Fékk sendan í ansi skemmtilega krækju í vinnunni,  getur smellt HÉR til að ferðast aftur í tímann.

 

arbokarmynd

árið 1952, gott ár maður.....Pinch

(klikka til að stækka)


Kengúra og kók

 

Alltaf er maður að bragða eitthvað nýtt nú til dags....Fór í gær á Vegamót með vinnufélögum. Matseðilinn góður og frumlegur, rak augun í kengúruna (grilluð) sem er borin fram með udon-núðlusalati. Efins pantaði ég mér það.  Við þurftum ekki að bíða lengi eftir matnum.  Skammturinn var passlega mikill og framsetningin flott.

Svo var að bragða á þessu -  Ég bjóst við einhverju skrýtnu en þetta er eitt það besta kjöt sem ég hef fengið! Kjötið var hæfilega grillað og mjög meyrtJoyful. Ég hugsaði mikið um hvaða kjöti þetta var líkast en ég fann ekki neitt....einstakt bragð. Gott bragð!W00t  Þessu var svo skolað niður með kóki.

Þannig að...núna hefur maður bragðað bæði kengúru og kók, og kjamma og kók PinchWink

kenguru                               c_documents_and_settings_robert_my_documents_my_pictures_svid


Sukk?

 

Sjónvarpið á fullu, fréttaþulur sveittur í stúdíói

les upp fréttirnar með hálfum hug

skelþunnur eftir hörku djamm.

 

Slekk á sjónvarpinu, búinn að slefa í koddann

amma hringir, nenni ekki að svara

talar svo mikið...

 

Það er bankað, ég drattast á fætur

fyrir utan - hundblautur sölumaður

er að selja grjónagraut

200 kr. kílóið

ég afþakka og loka.

 

uppáhalds lagið mitt glymur í útvarpinu

hækka örlítið, ekki mikið, er með hausverk

ekki til verkjatafla í húsinu - lagið búið.

 

Ekkert planað fyrir kvöldið, á ekki pening.

ætla að poppa popp og búa mér til gos

með spánýja sódastrímtækinu.

ódýrt kvöld.

 

Fréttatilkynning glymur í útvarpinu.

Ísland vann víst eitthvað handboltamót

allir kátir....,,strákarnir okkar,,

ví ar ðí tjampíons!


Kolefnisjafnað kynlíf!?!?!


Með eindæmum hvað auglýsingar geta verið hallærislegar! Gott dæmi eru þessar auglýsingar í samtalsformi. Dettur strax í hug þessi með hjónunum sem voru að endurnýja eldhúsið sitt - konan spyr ,,hvað kostaði þetta?!?,, og kallinn segir sposkur ,,eeekki meira en þú eyddir í London,, Pinch
 
Svo eru það gevalía auglýsingarnar sem toppa öll leiðindi og heimskulegheit...  sú fyrsta sem ég heyrði : Ung stelpa vekur vinkonu sína sem var á djamminu kvöldið áður með rjúkandi heitum kaffibolla og einhverskonar bakkelsi....þunna vinkona segir ,,þú veist ég drekk ekki kaffi,, og vinkonan gefur sig ekki...sú þunna fær sér sopa af rjúkandi heitu gevalía daim kaffi og lifnar öll við og segir ,,förum í sund!,,                 PinchPinch 
 
Hin gevalía auglýsingin er brandari útaf fyrir sig....nei, tek það til baka, hún er nákvæmlega ekkert fyndin!
Saklaus eiginmaður kemur elskunni sinni á óvart með blómum og ilmandi kaffi...konan heldur strax að hann hafi gert eitthvað af sér....og þá upp úr þurru, stynur kallinn upp úr sér  ,,þú veist við stundum kolefnisjafnað kynlíf?,     Djöfulan meinar maðurinn með því?!? spyr sá sem ekki veit....
 
Eníhú... hef þetta ekki lengra að sinni.... 

,,þú skalt ekki gleðjast,,

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni (nema hann búi undir steini) að ólympíuleikarnir eru í fullum gangi. Þar er samankomin besta íþróttafólkið í heiminum sem öll keppast um sigur. Áberandi á þessum leikum er bandaríkjamaðurinn Michael Phelps sem sópar að sér gulli fyrir góðan árangur í sundi.

Þegar íþróttamenn hljóta sín verðlaun með þar til gerðri athöfn er gleði auðsjáaleg í andliti þeirra. En ekki allra...jafnvel þó þeir hreppi eitt af þremur efstu sætunum. Ég hef tekið eftir því að íþróttafólkið frá Asíu er ekki mikið fyrir að sína tilfinningar sínar á verðlaunapalli. Einstaka brosvipra stekkur fram en ekki meir.

Það er vitað mál að í þessum löndum er mikið lagt upp úr æfingum og allt í föstum skorðum. Íþróttafólkið er þjálfað myrkara á milli við mikinn aga - greinilega svo mikinn að það hefur enga afgangs orku til þess að fagna sínum árangri á stórmóti...eða jafnvel þora því kannski ekki.

Að vísu er það nauðsynlegt að hafa mikinn aga á hlutunum - en er heragi nauðsynlegur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband