17.9.2008 | 17:59
Margt býr í símanum
Úti var stormur og rigning. Bertel sat í uppáhalds stólnum sínum fyrir framan sjónvarpið. Þar leið honum best. Hann hafði nýlokið við að snæða kvöldverð, hrossabjúga og með nýjum rauðum kartöflum. Matinn fékk hann sendan frá veitingastaðnum Blá kettinum. Maturinn var hræbillegur og bragðgóður.
Eins og öll kvöld sat Bertel fyrir framan sjónvarpið og var að horfa á uppáhalds þáttinn sinn, út og suður þegar farsíminn hans hringdi skyndilega. Farsíminn var í eldhúsinu og þurfti Bertel því að standa upp. Í fyrstu nennti hann því ekki og lét símann hringja og hringja. Eftir 6 hringingar gafst hann upp á þessu og drattaðist á fætur.
Á skjánum var númer sem hann kannaðist ekki við. Hikandi svaraði hann. ,,Já halló,,? stundi hann loks úr sér. ,,Ef Jesu væri kona, værir þú þá sáttur við að greiða hærri skatt og tilbiðja Allah?,, Bertel tók síman frá andlitinu og leit á hann, og sá að það var annað númer komið á skjáinn. Hann kannaðist eitthvað við það, og kveikti loks á perunni, þetta var númerið heima hjá honum!
,,Hver er þetta?!?!!,, æpti Bertel í símann. Svarið sem hann fékk var á þessa leið ,,-sigur hjartans og hugans er stærri og heitari en þrá þín til að lifa að eilífu, ekki falla í fúlan pitt eyðslunnar, njóttu heldur lífsins, BLÓMSTRAÐU!!! mannfjandi!,, Bertel nennti ekki að hlusta á þetta bull lengur og sleit samtalinu. Frá stofunni heyrðust tónar sem voru ekki til að gleðja Bertel, uppáhalds sjónvarpsþátturinn var að enda. Hann bölvaði þessum sem hringi í hann og hlammaði sér í uppáhalds stólinn sinn. Í þetta skiptið tók hann síman með sér.
Hann sá ekki eftir því....símaræfillinn hringdi enn einu sinni. Bertel kannaðist við númerið og svaraði - ,,já, halló, hver er þar?,, Smá þögn var en loks var sagt ,,Hunangsflugan er falleg, hún nærir drottninguna og viðheldur búinu, vinnusöm og dugleg, líkt og Samúel sonur Steingríms - sagan segir að hunangsflugan sé þeim eiginleikum gædd að geta talað við húsdýr og miðlað þannig skilaboðum að handan, frá hinum seyðandi konungi allra dýra,,
Bertel hristi hausinn og sleit símtalinu, setti símann á sælent og hugsaði ekkert meira um þessi dularfullu símtöl. Tveimur tímum síðar ákvað hann að fara í bælið - tók símann með. Þegar hann var kominn undir fiður ákvað hann að kíkja á símann og sá að 4 sms vorum komin inn. Í þeim stóð: Sjúddírarí rei, ligga ligga lá, bobbiddí bobb og hibbeddí hibb.
Hvað gerði Bertel? Hver er að senda þessi dularfullu skilaboð? Er Bertel geimvera? Þarf hann að fá sér nýjan síma? Hver veit?!?!
Athugasemdir
Hvaða mynd er þetta af þér kæri Vignir ? Og þetta blogg er þetta saga eða?
Ragnhildur Pálsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:20
Mikil dramatík í gangi.. Nú hringi ég í Jens
Jenni (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:04
Ragga - Þetta er æsi spennandi saga í tveimur hlutum, myndin af mér tekin á skólaárum mínum í Bandaríkjunum, minnir að hún hafi verið tekin árið 1976.
Jenni - þær gerast varla svæsnari
Vignir, 19.9.2008 kl. 11:43
Greinileg áhrif frá hinni margrómuðu spennudramasápu "Bílastæðavörðunum".
Eðal efni hér á ferð
Guðfinnur Þorvaldsson, 21.9.2008 kl. 18:22
KLUKK....!!!
Solveig Pálmadóttir, 22.9.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.