Sukk?

 

Sjónvarpið á fullu, fréttaþulur sveittur í stúdíói

les upp fréttirnar með hálfum hug

skelþunnur eftir hörku djamm.

 

Slekk á sjónvarpinu, búinn að slefa í koddann

amma hringir, nenni ekki að svara

talar svo mikið...

 

Það er bankað, ég drattast á fætur

fyrir utan - hundblautur sölumaður

er að selja grjónagraut

200 kr. kílóið

ég afþakka og loka.

 

uppáhalds lagið mitt glymur í útvarpinu

hækka örlítið, ekki mikið, er með hausverk

ekki til verkjatafla í húsinu - lagið búið.

 

Ekkert planað fyrir kvöldið, á ekki pening.

ætla að poppa popp og búa mér til gos

með spánýja sódastrímtækinu.

ódýrt kvöld.

 

Fréttatilkynning glymur í útvarpinu.

Ísland vann víst eitthvað handboltamót

allir kátir....,,strákarnir okkar,,

ví ar ðí tjampíons!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur

 ...enda frá stórasta landi í heimi ;)

Dana (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Vignir

takk

Vignir, 23.8.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Epískt kvaedi hér á ferdinni!

Sódastrím er algjörlega málid, opnar nýjar leidir í tilraunastarfsemi med drykki. 

Guðfinnur Þorvaldsson, 23.8.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ertu búinn að fá þér Soda Stream?? Algert töfratæki!

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.8.2008 kl. 00:05

5 identicon

Hey.. ég þoli ekki þessar Gevalía auglýsingar.. ég fékk kjánagæsahúð í morgun þegar ég heyrði þetta (í milljónasta skiptið)

 Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt:) les alltaf en er ekki nógu dugleg að kommenta;)

annalinda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 19:12

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Einhverntímann verður þú einmana afi...þá verður þú leiður ef börnin þín og barnabörn nenna ekki að tala við þig.

Það verður  jú, þér að þakka að keðjan heldur áfram...

Gleymdu þér ekki í Símanum og öðrum veraldlegum gæðum. Talking On Phone

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.8.2008 kl. 19:17

7 Smámynd: Vignir

Anna Linda - Takk , sjálfur er ég ekki nógu duglegur að kommenta..

Rúna - Þegar mamma var að taka til ætlaði hún að henda forláta sódastrímtækinu, gat ekki látið það gerast , hehe. En bara svo þú vitir að þá tala ég alltaf við hana ömmu þegar hún hringir ;o)

Vignir, 25.8.2008 kl. 21:06

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Frábært...heheh...

Brynja Hjaltadóttir, 26.8.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband