,,þú skalt ekki gleðjast,,

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni (nema hann búi undir steini) að ólympíuleikarnir eru í fullum gangi. Þar er samankomin besta íþróttafólkið í heiminum sem öll keppast um sigur. Áberandi á þessum leikum er bandaríkjamaðurinn Michael Phelps sem sópar að sér gulli fyrir góðan árangur í sundi.

Þegar íþróttamenn hljóta sín verðlaun með þar til gerðri athöfn er gleði auðsjáaleg í andliti þeirra. En ekki allra...jafnvel þó þeir hreppi eitt af þremur efstu sætunum. Ég hef tekið eftir því að íþróttafólkið frá Asíu er ekki mikið fyrir að sína tilfinningar sínar á verðlaunapalli. Einstaka brosvipra stekkur fram en ekki meir.

Það er vitað mál að í þessum löndum er mikið lagt upp úr æfingum og allt í föstum skorðum. Íþróttafólkið er þjálfað myrkara á milli við mikinn aga - greinilega svo mikinn að það hefur enga afgangs orku til þess að fagna sínum árangri á stórmóti...eða jafnvel þora því kannski ekki.

Að vísu er það nauðsynlegt að hafa mikinn aga á hlutunum - en er heragi nauðsynlegur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Kannski er þetta ekkert merkilegt fyrir þeim.. bara svona"eehh" tilfinning

hver veit... maybe they are made of stone

Guðríður Pétursdóttir, 14.8.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta fólk nær þessum árangri vegna agans. Reyndar er mun meiri og stífari agi í mörgum af þessum Asíulöndum, miklu mun meiri en við eigum að þekkja.  Kannski má eitthvað á milli vera, ég segi það ekki, en aginn er númer 1. ef árangur á að nást.

Mange hilsener.

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.8.2008 kl. 13:58

3 identicon

Þessir Asíubúar eru ótrúlegir... er búin að vera að fylgjast með þeim í fimleikunum og dýfingunum, og jeremías minn!!! það er bara allt "tipptopp"! Ef þeir taka sér eitthvað fyrir hendur þá er það bara gert 100%, annars tekur því bara ekkert að gera hlutina! Aginn sem þetta fólk er beitt er rosalegur, maður hefur séð alskonar myndir og myndbönd af fimleikaæfingum þarna, og þetta er bara hræðilegt!! þá held ég nú að ungmennafélagsandinn sé betri en "ólympíugullið".... :p

Það er samt rosalega gaman að fylgjast með Ólópíó, ótrúlega hæfileikaríkt fólk þar á ferð!

Adios amigo ;p

Tinna Björg (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 01:33

4 identicon

Já það er rétt, þau brosa ekki mikið.. en vonum að þau geri það þegar þau koma heim ;)

Dana (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband