Einhverntíma er allt fyrst

Nývaknaður og bíð eftir að brauðið skoppist upp úr brauðristinni....bregður örugglega við það...Plön dagsins eru engin...En yfir í mál málanna.... 
 
...Það hlaut að koma að því....Í þessi nær 7 ár sem ég hef verið með bílpróf tókst mér dálítið...að slasa/drepa sjálfan vorboðann! Já gott fólk, ég keyrði á Lóu (ekki Lóu í Hellukóti þó Pinch.) Oft hef ég hugsað þegar ég sé hræin á veginum, sem sum hafa lent undir fleiri en einum bíl, hvað ég hafi verið heppinn að keyra ekki á fugl....Ég verð nú að viðurkenna að mér brá svolítið, en þetta hafði greinilega ekki það mikil áhrif á mig...því þegar ég var kominn á Selfoss var ég búinn að gleyma þessu...Whistling
 
2631718081_c8d8efba95
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég hafði nú ekki fyrir því að stoppa bílinn, því ég sá ekki neitt á veginum, en höggið var nokkuð mikið. Ætli þetta þýði að afgangurinn af sumarfríinu mínu verði ömurlegur? Errm   GetLost     Vona ekki.....því ég er búinn að panta flug og búinn að kaupa miða á þjóhátíð Grin
 
brenna
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna G

Vignir þó !! að þú skulir ekki skammast þín !!! að þú skulir vita hvaða flugategund klessan á götunni er !!!

þú bara verður að kenna mér 

Birna G, 23.7.2008 kl. 13:43

2 identicon

hahaha!! snild, ég hef ekki tölu á því hvað ég hef keyrt á marga fugla! þrír komnir þetta sumarið og þar af 2 þegar bjarki er með í bílnum og alltaf fer hann að háskæla þegar ég keyri á þá... einusinni keyrði ég meira að segja á 2 í einu og þeir skutust beint upp í loftið og ég sá þá lenda á veginum í baksýnisspeglinum, hehehe... svo ég tali nú ekki um hestinn sem ég keyrði á  .. :/

Valli (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Ég hef einu sinni lent í því að keyra á fugl, tjaldgrey. Var á bílnum hans Gaua eftir að hafa skutlað honum á Selfoss einhvern tímann, held það fylgi honum svolítið og hans bílum, hann er nú landsþekktur fyrir að keyra á fugla. Virðist reyndar oft að fuglarnir fljúgi beint á bílinn hjá honum drengnum!

Guðfinnur Þorvaldsson, 24.7.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Ragnhildur Pálsdóttir

Vignir þú ert nú meiri karlinn greyið fuglinn

Ragnhildur Pálsdóttir, 24.7.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Það æddi Lóuóhræsi fyrir vinnubílinn hjá mér fyrir kl 6 einn morguninn þegar ég var á leið í vinnu. Svona nývöknuð hrökk ég næstum uppaf þegar kvikindið stökk útá götuna. Náði ekki að keyra á fuglinn og tókst að halda bílnum á veginum..en svakalega brá mér...arg..

Brynja Hjaltadóttir, 24.7.2008 kl. 15:12

6 identicon

hahahaaaa... ekki Lóu í Hellukoti!!! æ-æ-æ.. hló endalaust..

En góða skemmtun í eyjum! ég ætlaði að koma en veðurspáin er ekkert alveg að gera sig, ringing og aftur rigning!! ulla-bjakk!

Ösp (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:55

7 identicon

Hahaha alltaf ertu jafn orðheppinn Vignir! Hef held ég aldrei lent í því að keyra á fugl svo mig minnir.. 7,9,13 !! Allavega ekki enn

En vá, erum við að tala um það að það eru eyjar ekki á morgun heldur hinn!! Aðeins og stutt í þetta!!! Búin að kaupa bleikar gúmmtítúttur, regn/vindgalla, miða í dalinn, borga gistingu og ég veit ekki hvað! Vantar bara búsið!!!

HerdíZ (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 23:46

8 identicon

Ég verð að viðurkenna að nokkrir fuglar hafa virst verða fyrir bílnum mínum, gætu hafa sloppið, veit það ekki af því að ég hef ekki gáð

Hafðu það skemmtilegt á þjóðhátíð. Hef einu sinni upplifað það fyrirbæri. Nokkuð sérstakt dæmi fannst mér. Skemmtilegast í hvítu tjöldunum. Það var alvöru.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:25

9 identicon

ég hef aldrei keyrt á fugl :D keyrði samt á randaflugu um daginn og mér brá svo mikið þegar ég sá hana koma æðandi beint á móti mér að ég beygði hausinn frá blessuð sé minning hennar...

hugrún (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband