The Happening

Fór í gær í bíó með samstarfsfélögum að sjá myndina The happening. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti að búast,var búinn að heyra að hún væri ekkert spes þannig að ég fór með mjög opinn huga inn í salinn. Að sjálfsögðu var Regnboginn fyrir valinu þar sem bíómiðinn kostar litlar 650 kr.

Við komum á fínum tíma og þurftum ekki bíða lengi þangað til myndin byrjaði. Mark Wahlberg fer með eitt af aðal hlutverkunum í myndinni. Hann er kennir vísindafræði í barnaskóla. Hann er látinn vera þessi ,,fullkomni,, kennari. Í byrjun myndarinnar sitja tvær ungar konur á bekk og eru að spjalla. Skyndilega fer fólkið í kringum þau og önnur konan að láta furðulega.  Ég ætla ekki að segja frá því hvað gerist en ég verið nú að segja að ég átti ekki von á þessi mynd yrði svona grafísk og brútal. Ég bjóst við þessari týpísku náttúruhamfaramynd með eldgosi, jarðskjálfta eða flóði.........nei......ekkert af þessu kom, heldur annað sem er miklu verra!

Fyrir hlé er myndin mjög spennandi og dularfull en eftir hlé fór nú að halla undan fæti. Hún var eins korní og amerísk eins og hægt er..... En alla vega...ef þú vilt fara á ágætis bregðu/spennu/gorí mynd þá endilega skelltu þér á þessa...... - í Regnboganum

the-happening-300x440


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Pétur pabbi hans Harðar segir að maður geti séð það á mynd á plakatinu/hulstrinu hvort það sé B mynd eða ekki meðal annars vegna þess að þá er nafnið á aðal leikaranum stærra en nafnið á myndinni....

það er mjög nálægt því að vera svoleiðis á þessari

Guðríður Pétursdóttir, 3.7.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband