3.6.2008 | 13:54
Fúnksjón
Í gær fór ég að sjá nýju myndina um ævintýri Indiana Jones. Myndin er að mínu mati mjög góð. Að vísu var hún lengi að byrja....En það er eitt sem mér finnst skrítið við þessa mynd. Hann er á skoða mannvirki sem eru nokkur þúsund ára gömul með alskyns sniðugum hurðum sem opnast við hinar ýmsu kúnstir. Aldrei lennti hann í neinum vandræðum með að komast í gegnum neinar hurðir....
Athugasemdir
Þrátt fyrir misjafna gagnrýni, þá fannst mér myndin æðisleg. Skemmtilegur söguþráður og góðar sjónhverfingar.
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.6.2008 kl. 16:49
ekki gleyma því vignir að hann hefur verið að þessu stússi allt sitt líf hann Indí. Hann kann á alla mögulega "hurðahúna"
Guðríður Pétursdóttir, 3.6.2008 kl. 21:33
að mínu mati þá hefði mátt sleppa öllu þessu geimverudæmi.. eða þá að ýja að því án þess að sýna þær þá hefði hún verið mun betri.
svipað og með Die Hard 4 þá fer hún einum of mikið úr einu í annað og það er reynt að koma sem flestum mismunandi atriðum fyrir í henni sem er ekki að virka að mínu mati
Jenni (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:13
Hvaða hvaða vitleysa. Myndin er bara stórgóð!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:21
Jenni : Já, ég er sammála þér með þetta geimverudæmi.....
Vignir, 4.6.2008 kl. 18:01
GEIMVERU.....!!!!?!?!?!?!
WHAT... hvað á það að eiginlega að þýða í Indjána Jóns mynd???
Guðríður Pétursdóttir, 4.6.2008 kl. 20:40
Geimverur eru til alls líklegar. Þær eru langt á undan okkur í tækni og hví gætu þær þá ekki hafa verið á Jörðu á dögum Indiana Jones???
Rúna Guðfinnsdóttir, 5.6.2008 kl. 16:24
Dauðlangar að sjá þessa ræmu, Indíana Djóns er eðall!
Guðfinnur Þorvaldsson, 8.6.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.