23.4.2008 | 18:23
Lífið er lotterí, 48.Þáttur
Stefán er fastur í bílflaki og sér tvo menn nálgast. Hann ákvað á láta það líta út eins og hann væri látinn. Það virkaði og mennirnir fóru aftur í bíl sinn og spændu af slysstaðnum, grýttu út vindlingsstubbi sem lenti rétt hjá stórum bensínpolli. Til allrar lukku komst ekki neisti í pollinn.
Ragnheiður vaknaði við mikinn hita. Hún hafði sofnað og skaðbrunnið í sterkum geislum sólarinnar. Sárkvalin skrönglaðist hún til að bera á sig aloe vera. Henni til mikillar mæðu var þetta guðsgel búið og neyddist hún því til að maka á sig hreinni jógúrt - sem sló á mesta verkinn. Ragnheiður fór að lengja eftir manni sínum og ákvað að hringja í hann.
Síminn hringdi en Stefán náði ekki að teygja sig í hann strax. ,,Þú verður að bjarga mér!,, sagði Stefán. Ragnheiður panikkaði og spurði hvar hann væri staddur. Hún hringdi á sjúkrabíl og dreif sig af stað. Sem betur fer var umferðin ekki þung. Sjúkrabíllinn var kominn á staðinn og sjúkraflutningamennirnir farnir að hlúa að honum. Ragnheiður vildi fá að tala við Stefán en fékk ekki. Hún elti sjúkrabílinn.
Eftir klukkutíma bið fékk hún loks að hitta Stefán. Læknarnir höfðu tjaslað honum saman. Ragnheiði brá þegar hún sá mann sinn í þessu ástandi - ,,nú gengur þetta ekki lengur,, sagði hún, við förum núna í frí, langt frí. Helst mundi ég aldrei vilja koma aftur til baka! Stefán tók vel í þessa hugmynd og bað Ragnheiði um að setja villuna á söluskrá. ,,Ekki minnast á þetta við nokkurn mann,, sagði Stefán áður en hann lognaðist út af þreytu.
Ragnheiður tók eftir tveimur mönnum í frakka sem eltu hana út af sjúkrahúsinu. Hún lét eins og hún hefði ekki orðið vör við þá og leyfði þeim að elta sig í smástund. Ragnheiður náði að hrista þá af sér þegar þeir þurftu að stoppa á rauðu ljósi.
Hverjir eru að veita henni eftirför? Á Stefán eftir að lenda í klandri á spítalanum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.