Lögregludagbók

Lögreglan á Eyrarbakka

09.04.2008

Hunangsfluga small á suðurglugga stöðvarinn með miklum dynki. Vakthafandi lögreglumaður hrökk upp að værum blundi og bölvaði flugunni. Jarðnesku leifar hennar voru dreifðar yfir gluggann. Dagurinn byrjaði mjög rólega. Klukkan 9 barst fyrsta útkall lögreglunnar. Fangi hafði sloppið af Litla hrauni og var á ,,afmælisfötunum,, einum saman. Bíll númer 2 var sendur af stað til að finna strokufangann. Hann fannst á vappi í grennd við elliheimili bæjarins kaldur og sár svangur.

Klukkan 11:05 þegar bíll númer1 var í sinni reglulegu eftirlitsferð um götur bæjarins sást til tveggja kvennanna bera út stærðarinnar sjónvarpstæki. Lögreglumanni fannst þær flóttalegar til augnanna og athugaði málið. Konurnar gátu ekki gert greini fyrir erindagjörðum sínum og voru færðar í járn og á stöðina.  Þeim var sleppt af yfirheyrslu lokinni og fengu þær áminningu og illt augnaráð. Lofuðu þær að gera þetta aldrei aftur.

Tíðindalaust var til klukkan 19:00 þegar lögreglu barst símtal frá samkomuhúsinu Stað. Kvenfélagið var að halda sitt árlega bingó og brutust út mikil láta þegar tveir bingóspilarar misheyrðu þegar lesið var upp Bjarni 15. Sá sem ekki fékk vinning varð ósáttu og sló til rétta vinningshafann, konu á sextugsaldri með þeim afleiðingum að hún féll í gólfið. Vaskir bingóspilarar úr salnum yfirbuguðu manninn og héldu honum niður þangað til lögreglan kom á staðinn.

Klukkan 21:30 barst neyðarkall frá versluninni Merkistein. Viðskiptavinur hótaði afgreiðslumanni lífláti ef hann mundi ekki lækka verðið á bensíninu niður fyrir 100 kr. Bíll 2 var sendur á staðinn og fékk í lið með sér 3 fangaverði frá hrauninu. Viðskiptavinurinn var yfirbugaður og fluttur á stöðina í yfirheyrslu. Afgreiðslumanninum var boðin áfallahjálp sem hann þáði ekki.

Fleira taldist ekki til tíðinda þennan daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður frændi

Ingo (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Vaskir bingóspilarar eru alltaf til taks

Guðríður Pétursdóttir, 10.4.2008 kl. 07:57

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Helvísk læti eru alltaf á Bakkanum...alltaf sama sagan þar

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.4.2008 kl. 22:57

4 identicon

Þú ert snilli, ég sit hérna á sunnudagsmorgni og græt fögrum tárum, ekki venga þess að ég sé sorgmædd, heldur af því að þú kemur mér í gott skap með þessum líka svaka færslum, svo er verið að tala um að Eyrarbakki og Stokkseyri séu draugabæjir, oseisei nei, ekki alveg... áfram svona krúttpjakkurinn minn, já og eitt enn, hvað er KÚDÓS????

Radda Eggerts (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 09:35

5 Smámynd: Vignir

Takk Allir ;o)

Radda - Kúdós þýðir að eitthvað sé vel gert, frábært,

Vignir, 13.4.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband