Auglýsingar

Eftir að ákveðið var að setja auglýsingar á bloggin okkar hef ég tekið eftir því núna að það eru tvær  auglýsingar í gangi - frá Nova og háskólanum á Bifröst. Í fyrstu hélt ég stjórnendur bloggsins væru að stýra á hvaða síður auglýsingarnar fara, að Nova kæmi upp hjá yngri bloggverjum og Bifröst hjá þeim eldri. Ég gerði ,,hávísindalega,, könnun og skannaði síðurnar hjá öllum bloggvinum mínum og komst að því að aldur hefur ekkert að gera með hvar auglýsingarnar lenda. 

Gott og vel. Það er ekki verið að draga okkur í dilka eftir aldri, stöðu, þjóðerni ofl - en finnst ykkur ekki að við ættum að fá að velja hvað sé verið að auglýsa á síðunni okkar? Núna er, eins og áður kom fram, tvær auglýsingar í gangi Nova og Bifröst.

Hvað finnst þér? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Æi nei, mér er alveg sama, við erum hér frítt, fyrir mér mega þeir auglýsa eins og þeim sýnist...

en ég skil svo sem alveg þá sem eru pirraðir, en ég skil ekki alveg afhverju allir eru svona MIKIÐ pirraðir

Guðríður Pétursdóttir, 25.2.2008 kl. 01:09

2 Smámynd: Vignir

Það er rétt, en þetta er samt svo ótrúleg áberandi...+ að fólk hefur val um að hafa þær ekki, sem er snilld. Þetta pirrar mig ekki það mikið að ég fari að borga fyrir að láta taka þetta úr.. :)

Vignir, 25.2.2008 kl. 08:45

3 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Vignir minn, hvað áttu við með að Bifröst sé fyrir eldri en NOVA yngra fólkið..?

Ég útskrifaðist frá Bifröst fertug.....  og er hjá NOVA .. !!

En þetta vissir þú svo sem ... hehehe 

Take care  and drive carefully

Solveig Pálmadóttir, 25.2.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Vignir

 ég fer varlega

Vignir, 25.2.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband