Lögregludagbók

Lögreglan á Eskifirði

23.02.2008

 Allt með kyrrum kjörum snemma morguns. Klukkan 9:06 hringdi sími stöðvarinnar. Áflog brutust út á elliheimili bæjarins. Tveir vistmenn, karlar, voru að deila um hvor þeirra hefði fundið upp pípuna. Starfsstúlkur réðu ekki neitt við neitt. Vakthafandi lögreglumaður fór á vettvang til að skakka leikinn. Þegar lögreglumaður kom á staðinn hafði nú hamagangurinn gengið að mestu niður, báðir vistmenn örmagna af þreytu og búnir að sættast. Enginn meiðsli hlutust af átökunum.

Um 12:54 barst lögreglu tilkynning um að brotist hefði verið inn í reykhús Trausta trétáar. Bíll númer eitt var sendur á staðinn. Í ljós kom að sértrúarsöfnuður hafði komið sér vel fyrir í húsinu og iðkaði sína trú.

Það kom fát á söfnuðinn þegar lögreglan barði að dyrum og hleypti sér sjálf inn. Trúarleiðtoginn, sem talaði litla íslensku reyndi að útskýra fyrir lögreglumanni hvers vegna þau væru þarna, hefðu ekki neina aðstöðu til að iðka sína trú. Lögreglumaðurinn bað þau vinsamlegast að pakka saman og fara – helst úr umdæmi lögreglunnar.Söfnuðurinn fór.

Á fjórtánda tímanum hringdi Jónas frá Haughúsum og tilkynnti hóp fólks hefði komið sér fyrir í hlöðunni. Allur bílfloti sveitarinn var sendur af stað, bíll 1 og 2. Með í för hafði lögregla piparúða og barefli.En allt fór friðsamlega fram og hópurinn sendur með næstu ferð Norrænu. Enginn var handtekinn.

Átök voru tilkynnt í kjörbúð bæjarins. Ungmennafélagið var með kökubasar í búðinni. Kata og Þrúður voru ósáttar með hvað Salvör vildi verðleggja kökurnar hátt. Salvör sló til Þrúðar sem náði að víkja undan hnefanum en ekki vildi betur til en Kata tók við högginu með þeim afleiðingum að hún varð óvíg. Lögreglan flutti hana til aðhlynningar á heilsugæslu bæjarins. Hún hlaut heilahristing er fékk að fara heim samdægurs. Ekki fylgir sögunni hvort hún hafi fyrirgefið Salvöru.

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 23.2.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ó mæ god.. þetta er svo æðislegt... þetta er svo æðislegir bæir.. svona Fargo bær

Guðríður Pétursdóttir, 25.2.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Vignir

HAHAH! sem minnir mig á eitt! ég á eftir að sjá þá mynd!

Vignir, 25.2.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband