22.2.2008 | 11:18
Slen
Í stofunni er mikill hiti
Vatnsglas situr sveitt á borðinu
Bíður eftir að verða lyft upp
og sleikt
Rykið er berskjaldað í sólargeislunum
húsfreyjan þarf að sópa
nennir því ekki...
Bílskúrinn fullur af drasli
húsbóndinn bugaður og latur
tekur ekki til
Börnin æst og tryllt
af öllum sykrinum
fá ekki meira
borða ekki kvöldmatinn
Athugasemdir
Eyrbekkingur labbar fram hjá mér
hefur ekki farið í bað
vond lykt
Búinn að módela í alla nótt
kann ekki á turbosmooth
fullt af hornum
.. ég held reyndar að Guffi sé sá eini sem skilji þennan seinni
Jenni (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:38
tvö M&M
detta í gólfið
með miklum látum í þögninni
Húsfreyjan þarf að taka þau upp
nennir því ekki....
Guðríður Pétursdóttir, 22.2.2008 kl. 20:36
...því hún er aðfram komin
af leti og öðrum slenleika
skildi hún jafna sig??
Einhverntímann jafna sig?
Hún eeeelsskar Prins Polo!!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:01
...með mikill BBQ sósu
smyr hún súkkulaðistykkið
og slefar á meðan
húsbóndinn forviða
hristir höfuð
kveikir í vindli
Vignir, 23.2.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.