10.2.2008 | 14:49
Hvað segiru um smá fimbulfamb á sunnudegi? Og orðið er...
Þar sem ég hef ekki spilað Fimbulfamb í háaherrans tíð ákvað ég að fá bloggverja til að spila með mér! Leikreglurnar er afar einfaldar. Ég vel orð og skrifa það hér á síðuna. Þú skrifar svo hvað þú heldur að orðið þýði. Undir venjulegum kringumstæðum fengir þú ekki að sjá hvað hinir skrifa en það verður bara að hafa það! Rétta svarið mun svo birtast seinna í dag eða á morgun. Okei, ertu til?Orðið er.......
Biðilsbrot
ps. það er harðbannað að fara í spilið og reyna að finna hið rétta svar
Flokkur: Fimbulfamb | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Athugasemdir
örugglega eitthvað brot í buxum sem piltur átti að hafa þegar hann biður stúlku...
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 10.2.2008 kl. 14:59
þegar stúlkan neitar bónorði biðilsins ...
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 15:17
Má ég vera með?
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.2.2008 kl. 19:21
Ó ég fatta.. svolítið seinn í mér fattarinn!
Ég tel biðilsbrot vera þegar bónorði er hafnað.
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.2.2008 kl. 19:23
Nei það er eitthvað í sambandi við föt...önnur skálmin brotin upp eða eitthvað þannig.
Brynja Hjaltadóttir, 10.2.2008 kl. 21:55
sérstakur bindishnútur
Guðríður Pétursdóttir, 10.2.2008 kl. 22:59
Má maður svara tvisvar??
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:20
Vignir..ég er búin að gleyma hvernig á að setja myndbönd á frontinn á blogginu. Þú sendir mér einu sinni leiðbeinigar...þær eru týndar Viltu senda nýjar á guffi85@simnet.is
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:29
hmmm ... óþarfa uppbrot á buxum ...
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 01:27
Guðrún - Það er bara nákvæmlega rétt hjá þér! orðrétt! :o)
Vignir, 11.2.2008 kl. 08:26
Glæsilegt...Kemur þá Guðrún með næsta orð..eða er leikurinn búinn?
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.2.2008 kl. 08:34
nýtt orð komið inn ;o)
Vignir, 11.2.2008 kl. 08:36
og hvar er það???
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.2.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.