Lögregludagbók

Lögreglan í Svarfaðardal

05.02.2008

Neyðarkall barst  frá Skíðadal á tíunda tímanum. Tveir ungir menn voru að leik á vélsleða er annar þeirra féll ofan í sprungu. Lögreglan var fljót á svæðið og hafði meðferðis læknir dalsins, Bakkus Brjáns. Sá sem féll í sprunguna var lítið slasaður og gat Bakkus læknir búið að sárum hans á staðnum. Þar sem lögreglubíll sveitarinnar var fullur af drasli var ekki unnt að flytja sjúklinginn til byggða. Hann komst svo til byggða með félaga sínum, sem tvímenntu á sleðanum.

Um 14:00 varð uppi fótur og fit á lögreglustöðinni. Hópur kvenna úr saumaklúbbinum Tryllti tvinninn var í fyllerísferð um dalinn og var með óspektir á almannafæri, og gerðust brotlegar á lögreglusamþykkt um þvaglosun utandyra. Tvær voru sektaðar. Klúbbnum var vísað úr bænum og vinsamlegast beiðinn um að koma ekki saman aftur.

Mikil hávaði barst frá Kirkjustaðnum Urðum. Þar voru að verka nokkrir krakkar, að leika sér með gamla flugelda. Mildi þykir að enginn slasaðist þar sem þau voru einnig með heimatilbúnar sprengjur. Þeim var skutlað tveimur saman í einu heim til sín, því enn var ekki búið að taka til draslið í lögreglubifreiðinni.

Klukkan 19:03 heyrði  vakthafandi lögreglumaður mikinn óperusöng fyrir utan glugga. Þegar betur var að gáð kom í ljós að söngstjarna dalsins, Solla söngkona, væri að brýna raust sína til að mótmæla brottrekstri saumaklúbbsins fyrr um daginn. Söngkonunni var fylgt heim til sín, og var megn áfengisstækja af henni.

 Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Animated Gifs

Það má vara sig á þessum flugelda viðbba.. er ekkert smá glöð að áramótin séu "no more"

Guðríður Pétursdóttir, 5.2.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Vignir

Þetta er sko öngvir kínverjar!

Vignir, 5.2.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

gott að allt fór vel að lokum

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Ég veit ekki með ykkur, en ég myndi aldrei treysta manni undir nafninu "Bakkus" fyrir lífi mínu!

Guðfinnur Þorvaldsson, 6.2.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Vignir

Þú segir nokkuð

Vignir, 6.2.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband