1.2.2008 | 13:15
Ein spurning....
Lendir þú oft í því að fá póst annarra senda heim til þín?.........hvað gerið þið?
Á maður að bregða sér í gervi Póstinns Páls og skila bréfi til réttu manneskjunnar? Eða á maður bara að henda því í ruslið? Kann ekki við að opna annarra manna póst til að athuga hvort það sé eitthvað mikilvægt...
Athugasemdir
fólkið sem ber út póstinn er slóttugt! hahaha........kannski er þetta líka mér að kenna, er nefnilega ekki búinn að merkja póstkassan minn....En ég fékk samt bréf um daginn sem að átti mjög greinilega að fara til Reykjavíkur...ekki á stokkseyri..
Vignir, 1.2.2008 kl. 16:25
já, maður reynir nú að koma því til síns rétta eiganda, þó svo að maður þurfi nú að kvitta fyrir allra mikilvægustu bréfunum.
sniðugt er að setja bréfið bara í einn af rauðu póstkössunum þegar maður á leið framhjá einum slíkum
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:46
snilldar lausn hjá þér Guðrún! þessi bréf fá að fjúka í þann rauða!
Vignir, 1.2.2008 kl. 18:52
Úff, bjó eitt sinn á Nýlendugötu 19B og lét setja bréfalúgu á þetta þriggja íbúða hús. Hefði betur sleppt því, fékk allan póst fyrir Nýlendugötu 19(C), 19A, 19B og 19D, Nýlendurgötu 29 (fjölbýlishús), Vesturgötu 19 og meira að segja Lindargötu 19!!!! Þetta var vægast sagt þreytandi. Ég flutti! En mæli með lausn Guðrúnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.