1.2.2008 | 11:36
páernapp
Núna er verið að mæla með, þegar ökumenn finna fyrir þreytu, að stöðva bílinn og leggja sig í 15 mín. Ágætis ráð og allt það - en þegar keyrir framhjá bifreið sem er í kantinum og ökumaðurinn er með lokuð augun og höfuðið hallar kannski aðeins niður eða til hliðanna Þessi ökumaður gæti allt eins verið í einhverju kasti eða jafnvel verið látinn.Svo keyrir maður framhjá og hugsar, já, hann er nú bara að hvíla sig, eitthvað þreyttur......
Ég er einn af þeim ,,heppnu,, sem bara getur ekki sofnað á með ég er að aka, hins vegar á ég mjög auðvelt með að sofna fyrir framan sjónvarpið, sama hvað er á - gæti þess vegna verið argasta hrollvekja....
Athugasemdir
Aldrei að segja aldrei!
Eitt sumarið sofaði ég dáldið oft við stýri og vaknaði við það að fara á mölina og klessa á stiku! Frekar mikið óþægileg tilfinning! Held það hefði ekki vakið lukku hjá verkstjóranum mínum ef ég hefði lagt mig í korter og mætt seint í vinnuna!
annalinda (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 10:30
En það er samt alveg sniðugt að fara eftir þessu ráði, ef að maður finnur fyrir þreytu við akstur, leggja bara tímanlega af stað ;) En ég sem betur hefur þetta ekki komið fyrir mig að dotta, sofna undir stýri og get alveg ýmindað mér hversu mikið manni bregður við að vakna við það að vera næstum kominn útaf veginum.
Vignir, 2.2.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.