Raunasaga og þankahríð húsflugu

 

Flögra um svefnherbergið....kemst ekki út. Ungur strákur sefur vært, dreymir eflaust eitthvað skemmtilegt. Ætli hann verði pirraður ef ég reyni að vekja hann? Ég læt reyna á það.

-Flugan flaug með ógnar hraða og stefni beint á nefbrodd drengsins. Litlu vængirnir sveifluðustu fram og til baka með miklum hraða. Flugan hugsaði með sér að þetta yrði gaman og herti flugið.

Skyndilega kom vindhviða frá svefnherbergisglugganum sem feykti flugunni af ,,sporinu,, og hún lenti á náttborðinu við hlið drengsins. Vönkuð náði hún að velta sér af bakinu - staðráðin í að gera aðra atlögu. Hún hóf sig á loft og flaug upp í loft, til að ná sem mestum hraða.

Allt gekk upp og var hún að nálgast dreginn - á ógnar hraða. Ég skal geta þetta núna! hugsaði flugan og bjó sig undir höggið sem var í vændum. Hún reiknaði hins vegar ekki með því að strákurinn hreyfði sig og um leið geispaði hann.

Flugan sá að hún stefndi í svartholið og gat með engu móti stöðvað sig. Ég mun deyja! hugsaði hún og lokaði augunum. Hún fann heitan andardráttinn koma á móti sér, ekki nægjanlega sterkur til feykja henni af leið.

En inn fór flugan og niður í háls drengsins sem vaknaði með andköfum og hóstaði og hóstaði. Flugan náði að komast aftur upp í munnholið en varð undir endajaxli. Dagar hennar voru taldir.

BlackGarbageFlyAdult

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

aumingja.... eee drengurinn

Guðríður Pétursdóttir, 21.1.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Vignir

Hahahaha! Hjartað er sumsé ekki hjá flugunni

Vignir, 21.1.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það má orða það þannig já..

Guðríður Pétursdóttir, 21.1.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Mögnuð harmsaga úr samtímanum!

Guðfinnur Þorvaldsson, 22.1.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Guðrún Helga Guðmundsdóttir

ojh! ógeðis flugu saga!

Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Datt mér í hug þegar Jeff Goldblum breyttist í flugu í samnefndri mynd. The Fly...ógeðismynd...bjakk. Bróðir minn borðaði fiskiflugu þegar hann var lítill. Það mun hafa brakað skemmtilega í henni.

Brynja Hjaltadóttir, 22.1.2008 kl. 22:13

7 Smámynd: Vignir

Guffi - já, svo sannarlega er hún það!

Brynja - HAHAHA! Hefði ekki vilja kjammsa á fiskiflugu! Af tvennu illu held ég að húsflugan mundi renna betur niður. Annar kyngdi mamma mín könguló í sumar. Hún var með eitthvað í glasi og skrapp inn aðeins, kom svo aftur og tók sopa og fann eitthvað sem átti ekki að vera þarna....og svo fann hún vef framan í sér.....smekklegt.

Vignir, 22.1.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband