17.1.2008 | 19:10
Lögregludagbók
Lögreglan á Breiðdalsvík
17.01.2008
Dagurinn byrjaði vægast sagt illa. Bárður varðstjóri snéri sig á ökkla og þurfti að hverfa frá vinnu. Sveitin sendir batakveðjur og tvö hangilæri, taðreikt að sjálfsögðu.
Klukkan 9 um morguninn barst lögreglu bréf. Bréfið var sent frá Jónda bónda í Gilsá. Tjáði hann lögreglunni að strokukind hefði komið sér vel fyrir á hlaði bæjarins og vildi ekki færa sig - sagði að hún væri að setja allt á annan endann og bað um að hún yrði fjarlægð í snarhasti. Bíll númer 1 var sendur á staðinn, hafði í eftirdragi kerru sem lögreglan fékk lánaða frá Ingibjörgu í Sælingsgarði gegn því að fá hjálp í næsta heyskap.
Á tíunda tímanum, þegar Hörður Ólíver var að leggja kapal strunsaði inn og sagðist heimta að fá að tala við varðstjórann. Vakthafandi lögreglumaður sagði að varðstjórinn væri ekki við, hefði skroppið norður í land til að hitta aldraðan bróður sinn sem var víst að farast úr einhverjum óþektum kynsjúkdómi. Herði var brugðið og hrökklaðist út og skellti á eftir sér.
Klukkan 16:06 kom Setta frá Ásvegi 15 með afmælisköku á stöðina, lögreglumaður 55567, Jörundur Taðskegg átti 50 ára afmæli. Kökunni var tekið fagnandi og var hún borðuð með bestu list og henni rennt niður með spenvolgri geitamjólk. Settu var skutlað heim til sín er veislunni lauk á bíl númer 2 og var hún mjög þakklát - ,,þið eruð öðlingar drengir mínir,,
Símtal barst stöðinni á klukkan 21:15 frá Hótel Bláfelli, aðkomumaður var með dólgslæti i lobbíinu og neitaði að fara nema að hann fengi gistingu. Hótelstjórinn var ekki á þeim buxunum að leyfa manninum að gista og hringdi því í lögregluna sem skaffaði honum rúm, í klefa númer 2. Málinu lokað og mun hótelstjórinn ekki hafa lagt fram formlega kæru.
Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.
Flokkur: Lögregludagbók | Facebook
Athugasemdir
SCHNILLD!!! :)
Dana (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:51
Vignir, 17.1.2008 kl. 19:57
bara læti í dagbókinni þetta skiptið...!
Guðríður Pétursdóttir, 18.1.2008 kl. 01:33
Gargandi Snild Frændi.
ingo (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 20:35
ég er að vinna hjá góðu fyrirtæki (sem er reyndar ekki að gefa mér sjónvarpið sko..)
Vignir, 19.1.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.