9.1.2008 | 23:12
Ný mús og Tivoli :-)
Lét verða af því í gær að fjárfesta í nýrri mús. Að sjálfsögðu komst ekkert annað að en Mighty mouse frá Apple - þráðlaus. Já, þennan munað hef ég ekki leyft mér áður og ég verð að segja að ég kann vel við þessa mýslu. Að vísu entist fyrsta músin, sú sem fylgdi tölvunni ekkert svakalega vel, eða í rúmt ár - helvítis skruntakkinn var hættur að virka þegar maður vildi skruna upp og svo undir það síðasta var hann tregur niður á við. Það fyllti mælinn. Nú þegar músin er orðin wireless að þá er það mjög freistandi að fá sér þráðlaust lyklaborð, held samt að ég borgi frekar bifreiðargjöldin þennan mánuðinn og kaupi mér lyklaborðið í næsta mánuði - Nú þarf maður að fara að spá í aurana sem maður eyðir þegar maður er kominn með sína eigin íbúð!Ég verð samt að viðurkenna að mér fannst nýja músin frekar þung fyrst, en finnst það ekki lengur eftir hún hefur fengið ég hef prufað hana aðeins, leyft henni að leika lausum hala á, ansi lipur og fín, jájá.....og skruntakkinn......hann virkar! Svínvirkar!Ég fékk loksins jólagjöfina frá vinnunni í hendurnar, tafðist víst eitthvað í flutningi til landsins.......er manni sagt...En ég er mjög sáttur við hana. Ég fékk Tivoli Audio Pal svart að lit, læt hér fylgja mynd af græjunni og auðvita téðu mús - því annað væri auðvita argasta hneisa þegar ég er búinn að romsa um hana hér á undan.
Athugasemdir
Þetta eru alveg merkilega góð útvörp, það verður að segjast. En ég er sammála þér með þráðleysið, alveg óskaplega þægilegt! Fátt betra en að hooka tölvuna við sjónvarpið og flatmaga í bælinu með þráðlaust lyklaborð og mús!
Guðfinnur Þorvaldsson, 11.1.2008 kl. 17:32
En þetta ,,frábæra,, útvarp nær bara ekki einni einustu útvarpsrás! held að það sé eitthvað gallað!
Vignir, 11.1.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.