7.12.2007 | 19:14
Lögregludagbók
Lögreglan í Vöðlavík
07.12.2007
Undarleg óhljóð bárust frá kjallara stöðvarinnar um 06:30. Sófus, vakthafandi lögreglumaður fór niður til kanna aðstæður. Sá hann sér til mikillar undrunar að gömul kona hafði hreiðrað um sig í einu horninu í pappakassa. Sú gamla var mikið veik og hóstaði heil lifandi ósköp. Lögreglumanni leist ekkert á blikuna og þaut rakleiðis með hana heim til Óttars læknis sem bjó á Reyðarfirði. Færðin var ekki góð en hafði gamli Skoutinn það, með herkjum þó. Ekki er vitað hvað amaði að gömlu konunni.
Um 13:00 barst lögreglu tilkynning um mann sem var með dólgslæti og sýndi nekt á almannafæri við fjallsrætur Snæfugls. Bíll númer 2 var sendur á staðinn og maðurinn sveipaður þykku teppi og færður í fangageymslu þar sem hann var látinn sofa úr sér. Hann fékk að fara morguninn eftir, í fullum klæðum. Dólgurinn kastaði kveðju til Runólfs, sem var víst í klefanum við hliðina. Kveðjan komst ekki til skila.
Hin árlega Vöðlavíkurhátíð var haldin þennan dag eða um 17:00. Mætingin var 100% eða 14 manns. Þóttist hátíðin takast með prýði og voru allir sammála um að hún hefði verið sú besta. Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk, meðal annars hljómsveitin ástarmök og hin sívinsælu Vöðlavíkurbræður - sem trylltu lýðinn á dansleik um kvöldið. Dansleikurinn fór friðsamlega fram. Gvendur stóð við barinn og skenkti í glös gesta ákavíti og gaf með því harðfisk. Vakthafandi lögreglumaður dottaði eylítið á vaktinni en það kom ekki að sök. Einn gestanna var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt er hann kastaði af sér vatni á lögreglubifreiðina.
Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.
Flokkur: Lögregludagbók | Facebook
Athugasemdir
Drekka Vöðlavíkingar ekki landa ?
Brúsi (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:13
Jú, það gera þeir sko - hafa bara ekkert hátt um það...
Vignir, 8.12.2007 kl. 09:59
Það þykir mér mikið kæruleysi að dotta á verðinum! Ekki löggæslumanni sæmandi!
Guðfinnur Þorvaldsson, 9.12.2007 kl. 12:35
já, vítavert gáleysi alveg
Vignir, 9.12.2007 kl. 23:54
gamli Skoutinn ???
ég vil svo fá að vita hvernig konunni reiðir af núna,hvernig heilsan hennar er..??
lifði hún af..????? please ekki láta hana deyja svona rétt fyrir jólin, láttu bara óttar lækni knúsa hana og skeyta skjóli yfir hana
Guðríður Pétursdóttir, 10.12.2007 kl. 21:45
Guðríður - sú gamal mun ekki geyspa golunni. Það mun sennilega gerast eftir páska.
Vignir, 11.12.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.