18.11.2007 | 14:04
Prósi?
Harðfiskurinn rifinn í pokanum
laugardagsfárið í loftinu
hrafninn valhoppar
eggin tísta í pottinum
Dekkið vindlaust, þarf viðhald
1 gráða til hægri og allt stopp
Ég finn ekki kaffið
sólin sest niður á mjúkt grasið
ætli hún kveiki í því?
Þú skuldar mér aur
áttu eld?
ástfangin lóa skautar á svelli
kornfleksið er búið
(Vignir)
Athugasemdir
Þú komst í hlaðið á hvítum hesti,
þú komst með vor í augum þér.
Ég söng og fagnaði góðum gesti
og gaf þér hjartað í brjósti mér.
Ég heyri álengdar hófadyninn,
ég horfi langt á eftir þér.
Og bjart er alltaf um besta vininn
og blítt er nafn hans á vörum mér.
Þó líði dagar og líði nætur,
má lengi rekja gömul spor.
Þó kuldinn næði um daladætur,
þá dreymir allar um sól og vor.
Þetta er kveðskapur kallin minn.
Brúsi (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:11
Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna.
Brúsi (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:21
í gær var annar dagur en er í dag
í dag er ekki svona erfitt að fara á fætur
og þeyta rjóma
en í dag þarf ég ekki
að þeyta neinn rjóma
Guðríður Pétursdóttir, 19.11.2007 kl. 13:35
stundum langar manni í appelsínu
stundum langar manni í epli
stundum langar manni í peru
og
stundum langar manni ekki í neitt....
Vignir, 19.11.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.