Lögregludagbók

Lögregluembættið á Borðeyri.
09.11.2007

Vakthafandi lögreglumaður byrjaði daginn á því að mæta seint til vinnu. Fyrir vikið fær hann að sjá um að stinga út úr kamri stöðvarinnar í eina viku. Tíðindalaust að eftirmiðdegi. Börkur Barkar lögreglumaður fékk heimsókn frá trúarsöfnuði á stöðina. Voru þeir að boða trú sína. Vakthafandi lögreglumaður vísaði þeim á dyr og sagðist ekki vilja heyra þeirra svokallaða guðsorð og bað þá vel að lifa, í farteski fengu trúboðarnir sjálfstætt fólk eftir Laxnes.

Klukkan 17:00 kom Guttormur viðgerðarmaður að kíkja á bílflota lögreglunnar. Pannan lak á landróvernum og hásingin var farin í Skódanum. Lagði Guttormur til að bifreiðunum yrði fargað hið snarasta og fengnir yrðu nýjir bílar. Sagðist hann vita um jettu ´95 árgerð og Cortinu 87 árgerð í toppstandi. Var boðinu vinsamlega hafnað og er nú hafin leit að nýjum bílum í flotann.

Um kvöldmatarleytið barst símhringing frá kjörbúð bæjarins og var skortur á mör. Silja í Silfurdal var á fullu í sláturgerð og var í ham en hafði misreiknað sig og vantaði ögn meiri mör. Vakthafandi lögreglumaður hringdi nokkur símtöl og notaði nokkra greiða og fékk á endanum mör. Í Þakklætisvott fékk stöðin 3 keppi af lifrarpylsu. Hún verður geymd fram að árshátíð lögreglunar.

klukkan 20:15 hringdi Arinbjörn frá Miðengi og kvaðst ekki sjá neitt á sjónvarpið sitt og væri að missa að Útsvari. Vakthafandi lögreglumaður bað hann vinsamlegast að hringja beint til rúv og fá svör þaðan og gaf honum áminningu fyrir að sólunda tíma lögreglunnar. Þess má geta að vakthafandi lögreglumaður sá Útsvar kristaltært og skemmti sér konunglega.

Fleira taldist ekki til tíðinda þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gargandi snilld,eg hló mig alveg máttlausan þetta er erfitt að toppa.

Ingó (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Skódinn er bestur..

Guðríður Pétursdóttir, 9.11.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Vignir

Já, skódinn er góður - Hann klikkar ekki

Vignir, 9.11.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

aldrei....!

Guðríður Pétursdóttir, 10.11.2007 kl. 00:16

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætli að færi ekki að fara um ykkur ef þið yrðuð að takast á við landabruggarana og sauðaþjófana á þessu erfiða löggæslusvæði fíflin ykkar?

Árni Gunnarsson, 10.11.2007 kl. 12:36

6 Smámynd: Vignir

Á þetta að vera fyndið hjá þér Árni?

Vignir, 10.11.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband