Húðflúr

Áður en ég byrja langar mig að segja að ég hef ekkert á móti húðflúri….

Ég á erfitt með að skilja hvað fær fólk til þess að  setja á mynd á húðina sína. Mynd sem á eftir að lifa með manni það sem eftir er. Ég á enn erfiðara með að skilja hvað fær fólk til að setja nöfn maka/sambýlings á sig.

Ég skil heldur ekki hvernig fólk getur valið sér mynd ,sem er það flott að það er tilbúið að setja  hana á sig.  Af hverju lætur það bara ekki stækka hana og hengir hana upp á vegg heima hjá sér þar sem það getur notið hennar í stað þess að setja hana kannski á stað sem það sér hana aldrei nema með hundakúnstum í speglinum. Þið verið bara að fyrirgefa en ég skil þetta bara ekki…….

Vissulega er hægt að fjarlægja þessar myndir/tákn af sér með, leyfi ég mér að fullyrða, sársaukafullri Leyser aðgerð – sem kostar örugglega formúu + það skilur eftir sig ör

 Það hefur tíðkast fyrir sumar atvinnugreinar að fá sér húðflúr eins og t.d sjómenn. Flestir sem stunda sjó eru með húðflúr sem oftast tengist sjónum, skútur, akkeri ofl.

Margir fengu sér á sínum tíma svokölluð tribal húðflúr og kínversk tákn sem ég held að margir sjái eftir að hafa fengið sér. En hversu svekkjandi er það, að sjá eftir mynd sem að maður setti á sig? Það er örugglega fullt af fólki sem er með myndir sem það óskaði sér að hafa aldrei sett á sig….óheppið það……..
 

tribal3



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ekkert á móti þeim heldur,en ég ætla ekki að fá mér neitt...

Eins og þú segir, afhverju ekki bara að smella henni á vegginn í staðinn..

Guðríður Pétursdóttir, 7.11.2007 kl. 22:44

2 identicon

Hvaða nöldur er þetta hættu að velta þessu fyrir þér og fáðu þér tribal,eg veit að þig langar í og þá helst á bakborðs rasskinnina.

Ingó (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:52

3 identicon

Ég skil þig að mörgu leyti í sambandi við þessi tattú. Ég hef aldrei skilið þessa áráttu með nöfnin, tribalið og staði sem allir sjá nema aðilinn sem ber tattúið, nema eins og þú segir, með tilfæringum fyrir framan spegilinn. EN tattú sem þú sérð sjálfur og að þínu mati er flott, það er bara gott mál, ef þú ert ánægður með myndina, sem þú ert væntanlega, ef þú ert til í að láta setja hana á þig, frábært mál. Mynd uppi á vegg verður aldrei partur af þér, sem tilgangur tattúsins er.

Brúsafrú (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Vignir

HAHAHAHAHAHAHA! Þetta málefni liggur nú ekki þungt á mér en húðflúr fæ ég mér aldrei.....

Vignir, 7.11.2007 kl. 22:59

5 identicon

Já og hafðu þad Tattú er list allavega skútur og akkeri.

Brúsi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:23

6 identicon

Ég fékk mér tattoo þegar að ég var 15 ára og það sem meira er.. það var Tribal tattoo, enda var það þá að komast í tísku..

Ég hef aldrei séð eftir því tattoo sem ég fékk mér á þeim tíma en það þýðir samt ekki að ég mundi ekki örugglega fá mér eitthvað allt öðruvísi í dag. Þegar að ég valdi mér tattooið þá hafði ég vit á að hafa það á stað þar sem að ég sé það ekki alltaf þegar að ég þvæ mér um hendurnar eða lít í spegil.

En já.. ég skil samt ekki hvernig er hægt að líkja því saman að fá sér tattoo og að hengja myndina uppá vegg

Jenni (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 23:37

7 Smámynd: Guðfinnur Þorvaldsson

Ég mun aldrei fá mér tattoo, en hef heldur ekkert á móti þeim.

Fannst mjög skemmtileg pæling sem ég las í viðtali við Jón Gnarr, þar sem hann segist hlakka til þegar fyrsti maðurinn með tribal tattoo verði vistaður á elliheimili, því það sé varla mjög langt í það :P 

Guðfinnur Þorvaldsson, 8.11.2007 kl. 00:52

8 Smámynd: Vignir

Ágætis umræða um tattoo komin hérna.....þetta með mynd uppi á vegg......gæti allt eins verið mynd í veski.........er veskið er ,,partur,, af manni? Nei ég bara spyr...

Vignir, 8.11.2007 kl. 10:21

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hvernig væri þá að láta prenta BOL með tribal merki á, þá er það nokkurnvegin hluti af manni, og afhverju þarf mynd endilega að vera partur af manni á þann hátt að setja hana á sig til lífstíðar...?!?!?!?!?

En segi aftur, ekki á móti þessu, finnast sjóara-tattoo flottust, svona afi gamli með akkeri á upphandleggnum.. eða svoleiðis

Guðríður Pétursdóttir, 8.11.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband