Lögregludagbók

Lögreglan í Hnífsdal

05.11.07

Mikið bar á ölvunarakstri í umdæmi lögreglunnar. Má það rekja til fjöldasamkomu hjá Grétu á Uppsölum. Þarna var mætt þotulið dalsins og var engu til sparað fyrir veisluna. Breska sinfóníuhjómsveitin mætti og spilaði nokkur lög yfir borðhaldinu. Þess má geta að haughúsi fjósins var breyt i glæsilegan og íburðarmikinn veislusal.

Runólfur fá Ystadal var einn af þeim tekinn var ölvaður undir stýri og var þetta hans þriðja brot. Vakthafandi lögreglumaður las yfir honum pistilinn og kvaðst Runólfur ætla að bæta ráð sitt. Fékk hann lögreglufylgd heim. Má hann búast við sekt.

Dagurinn var annars erilsamur. Á tíunda tímanum hringdi síminn á stöðinni. Rósa frá Lágabæ sagði að ein af gimbrum sínum væri föst í stórgrýti og þyrfti aðstoð sem fyrst. Olgeir var sendur á staðinn þar sem hann losaði gimbrina án nokkurra vandræða. Rósa skammaði gimbrina og rak hana inn í fjárhús þar sem hún hvílir nú.

Tveimur tímum seinna barst annað símtal. Það var Hörður frá Stöng. Mikil læti voru í húsinu og sagði Hörður að kona sín, Sigþrúður væri með hendur í hári Þrúðar. Þeim bar ekki saman um hvort kontórstingur  ætti rætur sínar að rekja til Noregs eða Svíþjóðar. Vakthafandi  lögreglumaður fór á veraldarvefinn og gúgglaði kontórsting. Komst að þeirri niðurstöðu að Norðmenn hefðu fundið hann upp. Allt féll í dúnalogn og Þrúður bauð vakthafandi lögreglumanni í skonsur og te.

Klukkan 16:00 sprakk kaffibolli á stöðinni. Olgeir hafði sett hann inn í nýja örbylgjuofninn og gætti ekki  efnisvalinu í bollanum. Uppi varð fótur og fit á stöðinni. Reyndist örbylgjuofninn  það laskaður að honum var hent. Mun andvirði hans vera tekið af launum Olgeirs með hans sátt. Telst málið upplýst.

Um kvöldmatarleytið sló rafmagninu út. Gréta hringdi trítilóð og spurði hvað illi þessu ástandi. Vakthafandi lögreglumaður hafði ekki nein svör önnur en að þetta hlyti allt saman að blessast. Gréta tók það svar ekki gilt og sagði að hún hefði ekki tíma fyrir svona vitleysisbull, hún var í óða önn að leggja lokahönd á stórveisluna.

Klukkutíma síðar eða um 20:00 koma ferðamaður inn á stöðina. Hann hafði villst af þjóðvegi 1 og hafði ekki hugmynd um hvar hann væri. Þar sem vakthafandi lögreglumaður var slappur í landafræði varð hann ferðamanninum ekki að nokkurri hjálp. Ferðamaðurinn sagði eitthvað á þýsku, virtist vera reiður og strunsaði út. Ekki spurðist meira til hans.

Fleira var það ekki þann daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa dagbók löggunnar.

Ingó (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband