1.11.2007 | 23:14
Dægradvöl
Þátturinn Dægradvöl
Nú, það er 1.nóvember. Lífið er yndislegt og fallegt. Þið eruð að hlusta á þáttinn dægradvöl. Í þættinum í kvöld munum við fara um víðan völl meðal annar ætlar Torfi frá Tröllastöðum að kíkja í heimsókn og segja okkur frá nýju ljóðabókinni sinni - Ort í taðið.
Einnig mun hlustendum gefast kostur á að hringja inn og létta á hjarta sínu. En fyrst munum við heyra lagið Naughty girl eða óþekka stúlkan á tungu feðranna í flutningi Beyonce. Gjöriði svo vel.
Ansi hressandi lag þetta jájá, en í hljóðver er kominn vaskur maður úr múlasýslunni og ætlar að segja okkur frá nýjustu afurð sinni Ort í taðið - Vertu velkominn Torfi. Nú ert þú allur á kafi í hrossum og ert vel þekktur í þeim geira, hvernig datt þér í hug að setjast niður og semja ljóð?Jú sjáðu nú til....eitt skiptið er ég var að stinga út úr húsinu datt mér eitt ljóð í hug, var ekki neitt að hugsa um það en þá kom þetta ljóð upp í huga mér og er á þessa leið:
Bisa við taðið sveittur
Af mér drýpur svitinn
Dauninn leikur um kofann
Kæfir allt í fýlu
Hryssan hölt á bás 2
Dæsir og dæsir, býður eftir fola
Hvergi sjáanlegur í stóðinu.
Heyið myglað og súrt
Ekki hrossi bjóðandi
Ætli hann haldist þurr í dag
Ferguson bilaður í hlaðinu.
Hriplekur eins og svampur
Tekur ekki að tjónka við
Kynngimagnað ljóð hjá þér Torfi. Greinilegt að skáldagyðjan blundar í þér. En hvernig hafa viðtökunnar verið? Engar, ekki einasta bók hefur hreyfst úr hillunum. Held að þetta helvíti eigi eftir að gera mig gjaldþrota. Fólk er, að ég tel, ekki tilbúinn fyrir sveitavarginn í ljóðaheiminum. Þess má geta að ég var með upplestur á kaffihúsinu Nunnupiss síðastliðinn þriðjudag og slysuðust inn 2 Færeyingar, skyldu mig sjálfsagt ekkert en brostu breitt. Eigandi kaffihússins bað mig vinsamlegast að lestri loknum að láta mig hverfa og koma aldrei aftur.
Þú segir það já...en viltu ekki koma með annað ljóð fyrir okkur, fólk þarf kannski bara að venjast þessu. Láttu vaða annað ljóð, ég skora á þig og fáum svo að heyra álit hlustenda. Vertu ekki feiminn. - Jæja,, eitt enn, ég kýs að kalla það ,,í djúpum skít,, og er á þessa leið hrrrm....
Stumra og staulast þunnur
Af skít hef fengið nóg
Rjúpan korrar og kærir sig kollótta um pólitíkina
Ætli hún sé kommi?
Upp að nára veð ég skítahaug
Eigi gæfulega.
Konan með bakkelsið bíður, orðin leið og súr.
Rekur mig sjálfsagt í bað.
Vindillinn blautur eins og hundur -
Glóðin dauð.
Þetta var magnað...og nú skulum við fá að heyra hvað hlustendum finnst um ljóðið, línurnar eru rauðglóandi,
Dægradvöl, hvað vilt þú segja um ljóðið?
Er ég í loftinu? Já sælir félagar, Dídí heiti ég og hringi úr mosó...ó þið eruð svo yndislegir, gaman að hlusta á ykkur.....Þessi maður á heima á hillu með ekki ómerkari mönnum Jónasi frá Hriflu og Davíð Oddsyni! Ég dýrka og dái þessi ljóð, hvar get ég nálgast þau?
Ljóðabókina má nálgast í öllum helstu krummaskuðum á landinu, við gætum nú kannski sent þér eintak áritað af höfundi, hvernig líst þér á það? ( Torfi hristir hausinn ákaft til hægri og vinstri,ekki sáttur við þetta)
Jidúddamía, það mundi ég sko vilja....(Torfi slítur sambandinu) Æ misstum við hana af línunni. En jæja Torfi, takk fyrir komuna, það var reglulega gaman að fá þig í hljóðverið og nú fáum við örstutt skilaboð.
Velkomin aftur. Núna ætla ég að opna fyrir símann, Dægradvöl - hvað liggur þér á hjarta?
Jú sjáðu nú til meistari, þannig er mál með vexti að ég var að ferðast með 12'unni og var nýbúinn að kaupa mér inniskó, rándýra alveg. Nema hvað, ég gleymdi þeim í vagninum. Ef að einhver veit deil á téðum skóm má hin sami skila þeim inn á stöðina þar sem ég mun vitja þeirra. Með þökk - Snjólfur Bekk.
Næsti hlustandi,....hvað vilt þau segja okkur?
Hördís Olga hérna. Mig langar að segja frá búðarferð minni í dag. Þannig er mál með vexti að ég var í sakleysi mínu að versla inni í ónefndri verslun þegar starfsmaður í mjólkurtorginu grípur þéttingsfast í afturenda minn. Mér bregður svo hrikalega að ég rek upp skaðræðis öskur og löðrunga helvítis kvikyndið með handtösku minni, strunsa út og gleymi að borga fyrir nokkrar vöru. Er svo handtekin fyrir þjófnað og þurfti að greiða 15.000 krónur tryggingagjald til að losna úr prísundinni. Þetta finnst mér ekki réttlátt og sætti mig ekki við, fleira var það ekki og bless.
Ansi skrítin saga þetta.......en heyrum í einum til viðbótar.
Ha? Ég núna? Já........Hjálmur heiti ég og bý í Bessastaðahreppi, langað bara að segja landanum að ég er búinn að týna tönnunum mínum og bráð vantar hræ billegar tennur upp í trantinn á mér, ég er tilbúinn að greiða fyrir þær með kindakjöti, símanúmerið mitt er 1234567. Guð blessi ykkur.
Þá fer þættinum að ljúka, næst tekur við Daníel með þáttinn Tónstiginn.
Athugasemdir
Fólk...!
Guðríður Pétursdóttir, 2.11.2007 kl. 00:13
Vignir, 2.11.2007 kl. 10:28
Dúndur góð byrjun þetta svínvirkar meira sona. Láttu sleggju ráða kasti.
Gunni (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:54
Ótrúlegt fólk sem hringir inn í útvarpið oft... bara sagði svona. Fólk. það er skrítið upp til hópa
Guðríður Pétursdóttir, 2.11.2007 kl. 15:54
AAAANNNNDRÉS!
Vignir, 2.11.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.