31.10.2007

 

Lögreglan í Grímsey

Fyrsti vetrarsnjórinn leit dagsins ljós. Eigandi einnar af tveimur bifreiðum í eynni átti í stökustu vandræðum með hemja hana og endaði á samkomuhúsi bæjarins. Ökumaður bifreiðarinnar hlaut engin alvarleg meiðsli en ekki er hægt að segja það sama um bifreiðina.

á 11 tímanum tapaði elsti íbúinn farsíma sínum sem hann fékk gefins eftir að fundist nær dauða en lífi í fjárhúsi sínu. Allt lögreglulið var sent í leitir og fannst farsíminn loks undir hægindastól þess aldraða. Í þakklætis vott fengu vakthafandi lögreglumenn heklaðar munnþurrkur.

klukkan 15:00 var von á landsþekktum skemmtikrafti í eyna. Vegna skíta veðurs tafðist ferjan en á endanum steig Herbert í land og skemmti eyjaskeggjum fram að miðnætti á stærsta pokaballi sem haldið hefur verið á eyjunni. Í farteskinu hafði Herbert 3 nærbuxur og eitt brjóstahald.

Á téðu balli var lítið um pústra en koma þurfti upp á milli Gerðar og Bertu er þær veittust af hvor annarri. Var þeim vísað út og hélt skemmtunin áfram vandræðalaust, fyrir utan nokkur texta klikk hjá Herberti.

Fleira telst ekki til tíðinda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður þetta reddar deginum ljómandi lesning.

Gunni (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:54

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta hefur runnið áfallalaust í gegn. Gaman að heyra svona jákvæðar sögur af og til.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.11.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hvað kann maðurinn ekki textann ha..?

Verst með slagsmál Gerðar og Bertu en gott að það var ekki alvarlegt.. og mér léttir að heyra að einhver hafi gefið honum farsíma eftir þennan hörmulega atburð í fjárhúsinu

Guðríður Pétursdóttir, 1.11.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Vignir

Vignir, 1.11.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband