25.10.2007 | 13:06
Gæludýr í verslunum
Á seint eða aldrei eftir að skilja hvað fær fólk til að koma með gæludýr sín inn í verslanir, fyrir utan gæludýrabúðir. Margir fara með smáhunda og jafnvel páfagauka með sér í búðir, meira að segja matvörubúðir! Fyrr má nú alls ekki slitna slefan á milli eiganda og dýrsins að hann geti ekki skilið það eftir heima eða inni í bíl, rétt á meðan skotist er inni í verslun.
Dýraeigendur eru ekki að taka tillit til þeirra sem eru með ofnæmi + í matvörubúðum má oft finna salatbar sem er opinn, girnilegt að finna hundahár eða eitthvað í matnum. Mín skoðun er sú að fólk á ekki að fara með gæludýrin sín í verslanir.
Athugasemdir
HerdíZ (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:31
Vignir, 25.10.2007 kl. 13:56
100% sammála!!!
Sigga Hulda , 25.10.2007 kl. 14:15
æ agrí komplítlí
Guðríður Pétursdóttir, 25.10.2007 kl. 15:49
Finndist ykkur nú ekki svolítið kósí og aggalítið fyndið ef ég kæmi með Gabríelle á öxlinni út í sjoppu að kaupa mér sódavatn?!
Ég held það!!! En dýr og matvæli eiga hinsvegar ekkert saman..þannig að ég er sammála. 
Rúna Guðfinnsdóttir, 25.10.2007 kl. 17:32
Ég væri til í sjá svipinn á elsu og nóna ef þú kæmir með Gabríelle í sjoppuna
Vignir, 25.10.2007 kl. 17:42
enda bannað á klakanum
Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 23:39
Fólk hikar samt ekki að koma með t.d smáhunda inn í Kringluna og valsa með þá um allt......en ætli það sé hægt að sekta fólk sem gerir þetta?
Vignir, 26.10.2007 kl. 00:22
Hahah það væri fyndið! En ég hef samt alltof oft séð fólk skjótast inní sjoppu með hundana sína og finnst það bara ekkert mál!
HerdíZ (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.