20.10.2007 | 15:08
Lögregludagbók
Lögreglan á Selfossi. Laugardagurinn 20.10.2007 Dagurinn byrjaði rólega. Eldriborgari sást á rölti með innkaupapoka. Ekki sást hvað var í honum. Talið er að innihaldið hafi verið pottur af mjólk, mör, smjér og pakki af Sæmundi, talið er víst að Sæmundi verði dýpt í mjólkina. Kl. 13:00 dró til tíðinda í verslunarkjarna bæjarinns. Ungur maður var gómaður við að hægja sér á gólfið fyrir framan ónefnda fataverslun, talið er víst að um ástríðuglæp hafi verið um að ræða því eigandi verslunarinnar hafði nýlega sagt skilið téðan mann. Var hann vistaður í fangageymslu stöðvarinnar og bíður þess að vera leystur út gegn tryggingu. Á 14 tíma barst lögreglunni símtal. Á hinum enda línunnar var heldri karlmaður og að spurja hvenar hann yrði sóttur til himna. Lögreglumaður á vakt var fenginn til að fara til hans til að athuga aðstæður. Maðurinn reyndist vera vistmaður á elliheimili og var honum gefin kalktafla og hvílir hann nú rótt í rekkju sinni sæll og glaður. 14:15 kom útigangsmaður inn á stöð lögreglunnar. Sá hafði dottið illa og þurfti á læknishjálp að halda. Var honum skutlað á bíl 1 beint á sjúkrahús bæjarinns. Að sögn vakthafandi læknis er líðan rónans góð og verður hann útskrifaður á morgunn. Ekki er vitað hver muni sækja hann af sjúkrahúsinu. Klukkan 15:10 hringdi inn kona á fimmtugsaldri og sagðist hafa sé unga drengi á sportbíl henda út um bílgluggan matarumbúðum. Þótti henni þetta argast dónaskapur, lét það fylgja sögunni að sjálf hefði hún farið út og lesið yfir drengjunum pistilinn og fengið þá til að þrífa ósómann. Þakkaði vakthafandi lögreglumaður vel unnin störf. Erilslaust var til klukkan 23:00 er starfsmaður hótels Selfoss tilkynnti um hópslagsmál á dansgólfi hótelsinns. Allt tiltækt lögreglulið var sent á staðinn til að skakka leikinn. Vel tókst til og voru 3 látnir sofa úr sér í fangageymslu stöðvarinnar. Enginn kæra barst. Þar sem lögreglan var stödd hjá vinsælasta skyndibitastað bæjarinns var snætt þar, pylsa með öllu og miklu sinnepi kók að drekka með því. Lögreglumaður gekk sómasemlega frá rusli sínu í þar til gert ílát. Fyrirmyndarhegðun og fær hann eitt prik. Fleira telst ekki til tíðinda að þessu sinni.
Flokkur: Lögregludagbók | Breytt 25.10.2007 kl. 12:51 | Facebook
Athugasemdir
Ljómandi speki tetta frændi.
Gunnar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 17:02
töff töff
ég er bara að hugsa um að sækja um í lögreglunni, selfossumdæmi, eftir þennan skemmtilega og viðburðaríka dag GHG
Guðrún Helga Guðmundsdóttir, 20.10.2007 kl. 18:09
oohh selfoss lögga í hnotskurn
Guðríður Pétursdóttir, 21.10.2007 kl. 00:48
úhú borg óttans
Jóna Á. Gísladóttir, 21.10.2007 kl. 02:42
já, þetta er svona ;o)
Vignir, 21.10.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.